Bæjarbúar ánægðir með Hafnarfjörð sem stað til að búa á
Dagana 21.október – 17.desember 2014 gerði Capacent Callup þjónustukönnun meðal íbúa sveitarfélaga á landinu. Hafnarfjarðarbær tók þátt í könnuninni og var markmiðið að kanna ánægju með þjónustu Hafnarfjarðarbæjar.
Verið er að kynna niðurstöðurnar fyrir nefndum og ráðum bæjarins og í kjölfarið verður farið í markvissa greiningu á því hvar og hvernig er hægt er að gera betur.