FréttirÁvarp fjallkonunnar 2022

17. jún. 2022

Guðrún Edda Min Harðardóttir, fimleikakona, er fjallkona Hafnarfjarðar árið 2022. Höfundur þjóðhátíðarljóðsins er Króli - Kristinn Óli Haraldsson.

Þjóðhátíðarljóð 2022

Hvað var áður en öndvegissúlur ráku á land?
Hvað var áður en nokkur hafði í fjörunni snert sand?
Vorum við fyrst? Eða næst fyrst? Og ef svo er skiptir það máli?
Eru allar sögurnar sannar sem við lærðum af Njáli?

Er eitthvað eitt sem einkennir íslenska manið?
Er það skapið, ættin eða tenging við hafið?
Hvað gerir Íslending íslenskan og hvað stöndum við fyrir?
Erum við oftar sundruð eða saman í liði?

Erum við íslenskustu Íslendingar sem hafa lifað?
Erum við verr að máli farinn en hvernig áður var skrifað?
Eru áhyggjur þarfar, þarf að breyta um stefnu?
Eða er vegferðin fljótandi leið að svo gefnu

Því líkt og tíminn ljáir stundum sem við eigum gildi
Er land án fólks ekkert nema umhverfi, vötn og fossar
Fólkið er þjóðin, sagan og menningarlindin
Því hvað er fólk fyrir landi? Hvað eru varir fyrir kossa?

Því velti ég vöngum, yppti öxlum og ég pæli
Því fleiri menn, höfum við menningu í meira mæli
Menning fylgir mönnum og því ber að segja
Við gætum á þessum degi fagnað fleiri kimum sem núna þegja

Því það sem einkennir okkur nú er ekki sama og þá
Þjóð eldist ekki, þótt hún sé til í þúsund ár
Eins og lækur, endurnýjast vatnið að eilífu
Þjóð hinna fjölbreyttu er þjóð hinna langlífu

Því menningin mótast þar sem maðurinn er
Og með fjölbreytileikann að vopni helst þjóðin ung og vel
Svo þegar alls konar fólk hrópar hjálp, svörum við því kalli
Það er einkenni okkar Íslendinga,
Til hamingju allir

Króli