FréttirFréttir

Ásvellir heimsóttir

17. nóv. 2014

Í morgun heimsótti bæjarstjóri  Haraldur L. Haraldsson Ásvelli og fundaði þar með forsvarsmönnum Hauka þeim Magnúsi Gunnarssyni framkvæmdastjóra og Samúel Guðmundssyni formanni félagsins.  Farið var yfir sögu hússins, framtíðarsýn félagsins rædd og skoðaðar hugmyndir að nýju húsi.

Ásvellir eru í ört stækkandi hverfi og hafa forsvarsmenn Hauka mikinn áhuga á að byggja við húsið, hús sem myndi nýtast sem æfinga- og keppnishús m.a fyrir körfuboltann.

Það var árið 1996 að undirritaður var samningur milli félagsins og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um fjárframlag til hönnunar á nýju íþróttahúsi á Ásvöllum. Fyrsta skóflustungan var tekin 1999 og starfssemi hófst í húsinu í kringum aldarmótin 2000.

Nánar á www.haukar.is