Fréttir
  • Ásvallalaug

Ásvallalaug lokuð næstu daga

19. okt. 2018

Ásvallalaug verður takmarkað opin dagana 20. -23. október. Á morgun laugardag verður laugin lokuð allan daginn vegna sundmóts og það til hádegis á sunnudag.  Sundlaugin er opin frá kl. 14-17 á sunnudag. 

Í vetrarfríi grunnskóla Hafnarfjarðar, dagana 22. og 23. október, verður laugin lokuð vegna nauðsynlegra viðhaldsverkefna. Suðurbæjarlaug verður sem fyrr opin um helgina frá kl. 8-18 laugardag og kl. 8-17 á sunnudag. 

FRÍTT Í SUND Í VETRARFRÍI


FRÍTT
verður í sund í Sundhöll Hafnarfjarðar og Suðurbæjarlaug í vetrarfríi grunnskólanna, 22. og 23. október. Sundhöll er opin frá kl. 6:30 - 21 og Suðurbæjarlaugin frá 6:30 - 22.

Notum tækifærið, njótum og skellum okkur í sund með fjölskyldunni!