Fréttir
  • _MG_9057

Almennar skuldir lækka en lífeyrisskuldbindingar hækka

9. nóv. 2017

Vegna fréttar RÚV í dag um skuldir sveitarfélaga er rétt að það komi fram að í ársbyrjun 2016 námu heildarskuldir A-hluta 34 milljörðum króna. Þar af voru skuldir vegna lífeyrisskuldbindingar um 9,8 milljarðar króna.

Í árslok 2018 er gert ráð fyrir að heildarskuldir A-hluta nemi um 37 milljörðum króna. Þar af eru skuldir vegna lífeyrisskuldbindingar 12,5 milljarðar króna og auk þess skuld vegna uppgjörs við lífeyrrisjóð Brú vegna samkomulags ríkisins um 1,8 milljarðar króna eða alls um 14,3 milljarðar króna. 

Skuldir vegna lífeyrisskuldbindingar hafa því aukist um 4,5 milljarða króna á tímabilinu á meðan heildarskuldir hafa aukist um 2,8 milljarða króna sem þýðir að aðrar skuldir hafa því lækkað um 1,7 milljarða króna.

frétt RÚV er hér