Fréttir
  • UtsvarAefingar

Áfram Sólveig, Guðlaug og Tómas!

3. maí 2017

Á föstudagskvöld mætir lið Hafnarfjarðar liði Akraness í fjögurra liða úrslitum í spurningakeppninni Útsvari. Lið okkar er skipað þeim Guðlaugu Kristjánsdóttur, Tómasi Geir Howser Harðarsyni og Sólveigu Ólafsdóttur - frábær hópur sem hefur æft stíft fyrir hverja keppni og árangur erfiðis og skemmtunar orðinn mjög sýnilegur.  Í fyrsta skipti er lið Hafnarfjarðar komið í fjögurra liða úrslit og er nú aðeins tveimur þáttum frá keppni um fyrsta sætið.

Íbúar og aðrir velunnarar Hafnarfjarðar eru hvattir til að mæta í sjónvarpssal og hvetja hafnfirska lið áfram til úrslita.  Útsending hefst stundvíslega kl. 20:15 og eru gestir hvattir til að vera mættir í sjónvarpssal kl. 19:30.  Útsending fer fram hjá RÚV, Efstaleiti 1, föstudagskvöldið 5. maí.

Sendum liðinu okkar góða strauma og hvetjum það til dáða!

Áfram Hafnarfjörður!