Fréttir
  • Utsvarid2016

Áfram Hafnarfjörður!

1. apr. 2016

Í kvöld keppa Hafnarfjörður og Reykjavík í  Útsvari. Við sendum þeim Guðlaugu Kristjánsdóttur, Kristbirni Gunnarssyni og Karli Guðmundssyni okkar bestu strauma með von um áframhaldandi sigurgöngu. Liðið mætti Akureyri í janúar þar sem það fór með sigur úr býtum. Allir áhugasamir geta mætt í sjónvarpssal til að horfa á spurningakeppnina í beinni útsendingu og hvatt hópinn til dáða.   

Áfram Hafnarfjörður!