Fréttir
  • Reykjanesbraut_1

Aðrein og frárein lokaðar fimmtudaginn 11. apríl

10. apr. 2019

Aðrein og frárein milli Reykjanesbrautar og Strandgötu í Hafnarfirði verða lokaðar fimmtudaginn 11. apríl. Líklegt er að svæðið verði lokað allan daginn og jafnvel undir morgun föstudaginn 12. apríl.  Verið er að grafa í sundur aðrein og frárein til að leggja niður hitaveitulögn.  Hægt er að fara um nýju mislægu gatnamótin við Hellnahraun, Hvaleyrarhverfi og Vallahverfi.

LokanirAdreinFrareinReykjanesbraut

Upplýsingasíða fyrir framkvæmdir á Reykjanesbrautinni

Nú hyllir undir að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð. Verkið er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarbæjar. Framkvæmdir hefjast á vormánuðum 2019 og stendur til að þeim ljúki seint haustið 2020.