Fréttir
  • Hafnarfjörður

Actavis til umræðu í Bæjarráði í morgun

2. júl. 2015

Bæjarráð fundaði í morgun með fulltrúum frá Actavis þar sem farið var yfir þær breytingar sem framundan eru hjá fyrirtækinu.

Starfsemi Actavis er snar þáttur í fjölbreyttu atvinnu lífi Hafnarfjarðar og fyrirhugaður samdráttur rekstrarins því áfall.

Bæjarráð skorar á stjórnendur Actavis að leita allra leiða til að viðhalda öflugri starfsemi í Hafnarfirði og að allir möguleikar verði skoðaðir á því að ný verkefni komi í stað þeirra sem ákveðið hefur verið að flytja úr landi.

Jafnframt var  bæjarstjóra  falið að óska eftir fundi með atvinnuveganefnd Alþingis vegna framtíðarþróunar atvinnumála í Hafnarfirði.