Fréttir
  • Abendingar

Ábendingar frá íbúum

14. apr. 2016

Betur sjá augu en auga og á það við um umhverfi okkar rétt eins og allt annað. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar eru á ferðinni um bæinn þessa dagana við hreinsun og  lagfæringu á því sem er að koma laskað undan vetri og nauðsynlegt er að laga.  Eitt af brýnum verkefnum er lagfæring á holum og götuskemmdum þannig að koma megi í veg fyrir skemmdir á bílum og dekkjum.  

Árvökulir íbúar og starfsmenn fyrirtækja eru vinsamlega beðnir um að láta vita af holum og öðru því sem þarfnast lagfæringar við og er á hendi bæjarins með því að senda inn ábendingu í gegnum ábendingakerfið okkar - sjá hér

Saman gerum við Hafnarfjörð hreinan og fínan fyrir sumarið!