Fréttir
  • Hafnarfjörður sumarkvöld
    Hafnarfjörður sumarkvöld

Ábendingagátt um þjónustu bæjarins - þitt álit takk!

15. nóv. 2018

Hvernig hefur þjónusta bæjarins reynst þér?

Hafnarfjarðarbær hefur ráðist í verkefni, í samstarfi við Capacent, sem miðar að því að bæta þjónustu og skilvirkni í starfsemi og rekstri sveitarfélagsins. Ráðgjafar Capacent vinna nú að greiningu sem er fyrsta skref verkefnisins. Í því felst meðal annars að fá innsýn í upplifun notenda þjónustunnar, það er bæjarbúa og annarra hagsmunaaðila. Í úttektinni er sérstaklega horft til þess að greina styrkleika og veikleika í þjónustu sveitarfélagsins. Í því ljósi er horft til þess hvernig bærinn skipuleggur þjónustuveitinguna og hvernig verkferlar og tækni styðja við það markmið að veita íbúum góða þjónustu. 

Opnuð hefur verið sérstök ábendingagátt

Opnuð hefur verið sérstök ábendingagátt í þessum tilgangi sem verður opin frá 12. nóvember – 20. nóvember.  Segðu okkur sögu/lýsingu af reynslu þinni af þjónustu Hafnarfjarðarbæjar sem þú telur að geti nýst í þessu verkefni? Lýstu upplifun þinni og reynslu af þjónustu Hafnarfjarðarbæjar ásamt því að týna til þá þætti sem eru til fyrirmyndar og þá þætti sem mættu fara betur í þjónustu sveitarfélagsins. Við viljum fá sjónarmið og ábendingar frá öllum þeim sem leita til sveitarfélagsins.

Opna ábendingagátt

 

Opinn íbúafundur um þjónustu Hafnarfjarðarbæjar

Boðað er til opins íbúafundar um þjónustu Hafnarfjarðarbæjar. 

Íbúar Hafnarfjarðarbæjar eru hvattir til þess að mæta á opinn íbúafund þar sem Capacent mun stýra umræðum, safna saman ábendingum og umbótatillögum frá íbúum og þeim sem leita til sveitarfélagsins með þjónustu og erindi. 

Fundurinn verður haldinn í Lækjarskóla þriðjudaginn 20. nóvember frá kl. 20-22.

Þín skoðun, reynsla og upplifun skiptir máli!

Allir velkomnir!