Fréttir  • IthrottastarfOkt2020

Á þitt barn rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk?

11. jan. 2021

Information in English (easy to translate to more languages) 

Opið er fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Verkefnið hefur það að markmiði að jafna tækifæri þeirra fjölskyldna sem tekjulægri eru til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.  Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur rennur út 1. mars 2021. Hægt er með mjög auðveldum hætti að kanna rétt til styrks á Island.is. 

Kannaðu rétt á styrk á Island.is 

Ef réttur er til staðar þá má finna allar upplýsingar um ferli og framkvæmd hér 

Styrkur til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum

Í nóvember 2020 var opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum sem kemur til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021 en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti aðgerðina í vor og er hún hluti af aðgerðapakka sem ætlað er að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á afkomu efnaminni heimila í landinu.

Styrkurinn er 45.000 á hvert barn

Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí 2020. Styrkurinn er 45.000 kr. á hvert barn og um 13.000 börn eiga rétt á styrknum. Styrkina er hægt er að nota til niðurgreiðslu á þátttökugjöldum vegna íþróttaiðkunar, tónlistarnáms eða annarra tómstunda. Sveitarfélög setja reglur um úthlutun styrkjanna en fyrirkomulag getur verið breytilegt á milli sveitarfélaga til dæmis varðandi hvaða íþrótta- og tómstundastarf er styrkhæft, hvaða gögnum beri að skila með umsókn og afgreiðslutími umsókna. Sveitarfélögin annast afgreiðslu styrkumsókna eftir að búið er að kanna rétt til styrksins inni á Island.is

Virkni í íþrótta- og tómstundastarfi er öllum börnum mikilvæg 

Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi. Lögð hefur verið áhersla á að ná til sem flestra forráðamanna. 

Nánari upplýsingar um framkvæmd og fyrirkomulag hjá Hafnarfjarðarbæ 

Frístundastyrkir Hafnarfjarðarbæjar

Við minnum samhliða á frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar fyrir öll börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára í virku íþrótta- og tómstundastarfi. Mánaðarlegur styrkur til lækkunar á þátttökugjöldum er 4.500 kr. á hvern iðkanda. 

Nánari upplýsingar um frístundastyrki Hafnarfjarðarbæjar