Fréttir
  • Laesisfraedsla-fyrir-kennara_mynd03

Fræðsla á skipulagsdegi

24. feb. 2016

900 manna starfshópur leik- og grunnskóla í Hafnarfirði sótti sameiginlega fræðslu á skipulagsdegi í dag. Fræðslan tengdist læsiverkefni bæjarins, LESTUR ER LÍFSINS LEIKUR, þar sem viðfangsefnið var undirstöðuþættir lestrar.

Nálgun út frá aldri barna

Fræðslunni var skipt í fimm hluta þar sem viðfangsefnið var nálgast út frá því hvaða aldri börnin eru sem starfsmaður er helst að kenna. Aldurshóparnir voru yngri börn á leikskóla (2-3 ára), eldri börn á leikskóla (4-5 ára), nemendur á yngsta stigi grunnskóla (6-9 ára), miðstigi (10-12 ára) og unglingastigi (13-15 ára) ásamt sérgreinakennurum. Umrædd fræðsla fór fram í húsnæði fimm grunnskóla í bænum.

Umræða og samtal innan faghópa skólanna

Í kjölfar fræðslu voru umræðuhópar settir í gang. Í leikskólunum fóru starfsmenn hver heim í sinn skóla eftir fræðsluna en í grunnskólafólkið hittist þvert á skóla og ræddi saman í faghópum, þ.e. náttúrufræðikennarar, umsjónarkennarar árganga, tónmenntakennarar og þannig mætti lengi telja. Góður rómur var gerður að fræðslunni. Fræðslan var undirbúin af stýrihópi, nefndur stýrihópur um bættan námsárangur, sem starfar á vegum fræðslu- og frístundaþjónustu. Í honum sitja starfsfólk fræðslu- og frístundaþjónustu og fulltrúar skólastjóra í leik- og grunnskólum, alls sjö manns.