Fréttir
  • Sundhollin2020-2

75% af heimiluðum hámarksfjölda í sundlaugar

12. nóv. 2021

Frá og með laugardeginum 13. nóvember munu allar sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar taka á móti 75% af heimiluðum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd 2016 eða síðar teljast ekki með. Er framkvæmdin í samræmi við nýja reglugerð um hertar aðgerðir vegna Covid19, sem tekur gildi á miðnætti og gildir til og með 8. desember.

Sundlaugargestir eru beðnir um að fara í einu og öllu eftir sóttvarnarreglum og virða 1 metra nálægðarmörk. Vakin er sérstök athygli á því að Ásvallalaug er lokuð daga 12-14. nóvember vegna sundmóts. 

Tímabundin lokun ef hámarksfjölda er náð

Á hverjum sundstað verður talið í laugarnar þannig að tryggja megi að fjöldi í hverju rými fari ekki umfram reiknað hámark miðað við stærð sundstaðar og ákvörðun ráðuneytis um hámarksfjölda einstaklinga í sama rými á hverjum tíma. Tímabundin lokun laugar og mögulega ákveðinna rýma mun eiga sér stað ef hámarksfjölda gesta er náð. Börn fædd 2016 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda.

Hægt er að fylgjast með rauntímafjölda í hverri laug á vef bæjarins