Fréttir
  • UngmenniHreinsaBaeinn

650 ungmenni hreinsa bæinn

16. jún. 2016

Vinnuskóli Hafnarfjarðar tók til starfa í byrjun júní og eru um 650 hafnfirsk ungmenni á aldrinum 14-16 ára nú við störf víða um bæinn.  Dagleg verkefni hjá hópunum er mismunandi og breytileg. Áhersla þessa dagana er lögð á miðbæinn með það fyrir augum að hafa hann snyrtilegan og fínan fyrir sjálfan þjóðhátíðardaginn.  Búið er að skreyta bæinn með blómum og sópa stéttir og stíga. Starfsmenn vinnuskóla sinna mikilvægum hreinsunarverkefnum fram í ágúst. 

Áhersla á umhverfismál og tómstundir

Vinnuskóli Hafnarfjarðar sinnir fyrst og fremst umhverfismálum og á þannig stóran þátt í því að hreinsa bæinn og hirða gróður, götur og göngustíga yfir sumartímann. Starfsfólk vinnuskólans sinna mikilvægu hlutverki í því að skapa vænta ásýnd bæjarins, að hans sé þrifalegur og snyrtilegur á að líta, fyrir íbúa og ferðamenn sem sækja bæinn heim í auknum mæli. Stór hópur starfar einnig á leikjanámskeiðum bæjarins og íþróttafélaga þar sem þau læra að starfa með hóp yngri barna, veita þeim tilsögn og ráðleggingar. Slík störf eru gefandi og mótandi til framtíðar. Vinnuskólinn er opinn frá júní fram í ágúst og er áhersla lögð á fjölbreytt störf  og að allir starfsflokkar fái að takast á við ýmis verkefni. 

Nánari upplýsingar um Vinnuskóla Hafnarfjarðar er að finna hér