FréttirScreenshot-39-

29. júl. 2022 : Skapandi sumarstörf - GÚA

Gúa Margrét Bjarnadóttir eða “Gúa” er lagahöfundur, píanóleikari og söngkona. Verkefnið hennar í sumar er að leggja lokahönd á stuttskífu eða svo kallaða “EP” plötu.

0K1A3857

27. júl. 2022 : Ábendingagátt sem byrjaði með hvelli!

Ný útgáfa af ábendingagátt Hafnarfjarðarbæjar fór í loftið 7. febrúar á þessu ári og síðan þá hafa borist 1200 ábendingar á tæplega 6 mánuðum sem gerir rúmlega 200 ábendingar að meðtaltali á mánuði eða um 7 ábendingar á dag.

Lyngbard-juli-2022

26. júl. 2022 : Endurnýjun á leikvöllum bæjarins

Í sumar hefur margt verið um að vera í endurnýjun á opnum leikvöllum sem og sparkvöllum hér í bænum, til að koma þeim í sitt besta stand. Meðal þeirra má nefna leik- og sparkvellina við Drekavelli, Túnhvamm og Lyngbarð. 

Screenshot-39-

22. júl. 2022 : Skapandi sumarstörf - Hremma

Hrafnhildur Emma Björnsdóttir, “HREMMA”, er Hafnfirsk listakona og rithöfundur. Hremma vinnur að því í sumar að skrifa og myndskreyta jóladagatalið Katla og Leó bjarga jólunum og setja það yfir á bókaform. Hugmyndin hefur þróast mikið frá fæðingu, það sem fyrst var ætlað sem sjónvarpsefni varð að bók, síðan að teiknimyndasögu og nú aftur að bók.

Screenshot-54-

18. júl. 2022 : Nóg um að snúast hjá Verkhernum

Verkherinn er atvinnuúrræði fyrir ungmenni með fatlanir á aldrinum 16- 20 ára og er staðsettur í Húsinu, Suðurgötu 14.

Screenshot-39-

12. júl. 2022 : Skapandi sumarstörf 2022

Sumarið 2021 ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Ungmennahús bæjarins, Hamarinn, að endurvekja verkefnið “Skapandi sumarstörf” sem hafði verið starfrækt sumarið 2017. Þá bauðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-20 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fengu tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem einnig myndu lífga upp á mannlífið í bænum, gleðja ferðamenn og íbúa með einum eða öðrum hætti.

Vskoli1

8. júl. 2022 : Hlutverk og margþættur tilgangur vinnuskólans

Vinnuskóli Hafnarfjarðar býður ungmennum í Hafnarfirði á aldrinum 14-17 ára upp á skemmtilega og fræðandi sumarvinnu. Vinnuskólinn er hugsaður sem fyrsti vinnustaður ungmenna þar sem þau læra hvernig það er að vera hluti af vinnumarkaðnum í öruggu starfsumhverfi.

Rolo

6. júl. 2022 : Gæsluvellir á Hlíðarbergi og Hamravöllum opnir frá 18. júlí - 29. júlí

Í sumar eru starfræktir gæsluvellir/róló við leikskólann Hlíðarberg að Hlíðarbergi 1 og leikskólann Hamravellir að Hamravöllum 1. Gæsluvellirnir verða opnir frá kl. 9–12 og 13–16 alla virka daga (lokað í hádeginu) frá 18. júlí – 29. júlí.
HFJ_-3

4. júl. 2022 : Leið 1 ekur að Skarðshlíðarhverfi

Frá og með 14. ágúst mun leið 1 aka að Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði. Í stað þess að aka inn Klukkuvelli þá ekur leið 1 um Hnappavelli og Ásvallabraut. Tvær nýjar biðstöðvar, Hamranes og Skarðshlíð opnast á Ásvallabraut. 

E4dc5cd1-5cec-4008-a14b-11a3049c2cf0

1. júl. 2022 : Anna býður þér - valdefling kvenna af erlendum uppruna

Verkefninu Anna býður þér (Anna invites you) var hrundið af stað fyrir tilstuðlan Zontaklúbbsins Sunnu í Hafnarfirði. Zontaklúbburinn Sunna vildi leggja til fjárstyrk í verkefni sem miðar að valdeflingu kvenna af erlendum uppruna. Úr varð verkefnið Anna býður þér sem stendur fyrir fjölbreyttum mánaðarlegum viðburðum og samveru á tímabilinu september til maí. 

ThatttakaUngmenna

1. júl. 2022 : Ný verkefni sem efla ungmenni í viðkvæmri stöðu

Mennta- og barnamálaráðherra ákvað í vor að styðja fjárhagslega við þau sveitarfélög sem hyggjast auka við frístundarstarf fyrir börn og unglinga í viðkvæmri stöðu í sumar vegna áhrifa heimsfaraldurs.  Hafnarfjarðarbær fékk úthlutað sem nemur 11,7 milljónum króna og verður upphæðinni varið í tólf spennandi verkefni sumarið 2022.