FréttirSRS_3975

30. jún. 2022 : Rampur nr. 50 settur upp í Hafnarfirði

Verkefnið Römpum upp Ísland er mætt til Hafnarfjarðar og tveir rampar hafa að jafnaði verið settir upp á dag í hjarta Hafnarfjarðar síðustu daga. Rampur nr. 50 var settur upp við Ísbúð Vesturbæjar við Fjarðargötu í Hafnarfirði í dag og þótti viðeigandi að fá fulltrúa ungu kynslóðarinnar til að vígja rampinn formlega. Ísbúð er frábært dæmi um fjölsóttan og vinsælan viðkomustað barna og ungmenna og fjölskyldunnar allrar. Breyting á hæð og halla við inngang í ísbúð var ekki umfangsmikil en áhrif á aðgengi mikil.

HFJ_-72-vef

28. jún. 2022 : Trjágróður, garðaúrgangur og skjólveggir við lóðamörk

Á þessum tíma árs er mikilvægt að minna íbúa á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga varðandi trjágróður við lóðamörk, garðaúrgang og byggingu skjólveggja.

FarthegahjolJuni2022

27. jún. 2022 : Nýtt farþegahjól fyrir fatlaða gefur og gleður

Nýverið rættist draumur starfsfólks og þjónustuþega Hússins í Hafnarfirði um að eignast farþegahjól. Húsið eignast hjólin fyrir tilstuðlan viðspyrnuaðgerða stjórnvalda sem ætlað var að efla félagslega þátttöku geðfatlaðra og fatlaðs fólks á tímum Covid. Í samtali starfsfólks og þjónustuþega í Húsinu var ákveðið að nýta styrkinn í verkefni sem væru til þess fallin að auka frelsi og gefa fötluðu fólki tækifæri til að upplifa og lifa lífinu lifandi. 

IMG_5144

24. jún. 2022 : Römpum upp Ísland mætt til Hafnarfjarðar

Verkefni "Römpum upp Ísland" hófst handa við að rampa upp Hafnarfjörð í dag. Búið er í fyrsta fasa að marka 28 staði í miðbæ Hafnarfjarðar og gera forsvarmenn verkefnis ráð fyrir að leggja ramp nr. 50 í hjarta Hafnarfjarðar strax í næstu viku. 

Sund-fixed

23. jún. 2022 : Viðhaldsframkvæmdir sundstaða sumarið 2022

Mánudaginn 27. júní hefjast viðhaldsframkvæmdir við Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug sem hafa áhrif á opnunartíma lauganna. Vegna þessa verður aukið við opnun í Sundhöll Hafnarfjarðar og hún opin um helgar á meðan framkvæmdum stendur.

20220622_141913

22. jún. 2022 : Börn og furðufiskar á Flensborgarhöfn

Dorgveiðikeppni sumarnámskeiða Hafnarfjarðarbæjar við Flensborgarhöfn hefur með árunum orðið að keppni sem enginn á aldrinum 6-12 ára vill missa af. Hátt í 400 börn og ungmenni tóku þátt í dorgveiðikeppninni í ár og er óhætt að segja að spennustigið hafi verið hátt, eftirvæntingin mikil og tilburðir bæði líflegir og skemmtilegir. 

IMG_4860

22. jún. 2022 : Nýtt samkomulag um sorphirðu

Hafnarfjarðarbær og Terra ehf hafa gert með sér samkomulag um sorphirðu frá heimilum í Hafnarfirði frá vori 2023 til ársins 2031 og frá stofnunum sveitarfélagsins til 2026. Sorphirða sveitarfélagsins var boðin út nýlega og reyndist Terra ehf hlutskarpast. 

Snyrtileikinn5

21. jún. 2022 : Snyrtileikinn 2022 – bentu á þann sem að þér þykir bestur

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir meðal annars á innsendum tillögum og eru íbúar, gestir, starfsfólk fyrirtækja og stofnana í Hafnarfirði og aðrir áhugasamir hvattir til að benda á þann sem bestur þykir.

SolvangurHeilsusetur_2

21. jún. 2022 : Sóltún Heilsusetur – nýmæli í öldrunarþjónustu

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og Sóltún öldrunarþjónusta ehf. hafa gert með sér samning sem kveður á um nýja tegund sérhæfðrar þjónustu við aldraða. Þjónustan verður veitt í endurgerðu húsnæði gamla Sólvangs í Hafnarfirði. Þar verða rými fyrir 39 einstaklinga sem gert er ráð fyrir að dvelji þar skamma hríð og njóti einstaklingsmiðaðrar, heildrænnar og þverfaglegrar endurhæfingar. 

Dorg_-11_1625050339611

20. jún. 2022 : Komdu að dorga! Dorgveiðikeppni fyrir 6-12 ára

Hin árlega dorgveiðikeppni við Flensborgarhöfn verður haldin nk. miðvikudag frá kl. 13:30-15. Keppnin er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára.

17. jún. 2022 : Ávarp fjallkonunnar 2022

Guðrún Edda Min Harðardóttir, fimleikakona, er fjallkona Hafnarfjarðar árið 2022. Höfundur þjóðhátíðarljóðsins er Króli - Kristinn Óli Haraldsson.

Síða 1 af 3