Fréttir31. maí 2022 : 17. júní í Hafnarfirði

Þjóðhátíðarveisla sem teygir anga sína víða um bæinn. Komdu og fagnaðu þjóðhátíð með okkur heima í Hafnarfirði.

Menntaverdlaunin2022

31. maí 2022 : Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna fyrir 1. júní

Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Ein verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf, ein verðlaun veitt framúrskarandi kennara og ein verðlaun veitt framúrskarandi þróunarverkefni, auk sérstakra hvatningarverðlauna.

Byggdasafn1

31. maí 2022 : Ný þemasýning í forsal Pakkhússins

Byggðasafn Hafnarfjarðar opnar nýja þemasýningu í forsal Pakkhússins að Vesturgötu 6, miðvikudaginn 1. júní kl. 17:00. Sýningin ber heitið „Frú Þorbjörg Bergmann, fyrsti hafnfirski safnarinn.“ Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra flytur ávarp við opnunina.

20220519_143616

30. maí 2022 : Góðverk nemenda sem efla og styrkja samfélagið

Umhverfis- og góðgerðaviku unglingadeildar Skarðshlíðarskóla lauk 8. apríl með góðgerðarmarkaði þar sem nemendur seldu nýjar og endurhannaðar flíkur, skart úr endurnýttu efni, veski úr plastumbúðum, bækur og grjónapúða. Nemendur afhentu Sorgarmiðstöðinni 40 grjónapúða til styrkar þessum mikilvægu samtökunum sem eru staðsett í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði.

IMG_0022

30. maí 2022 : Sumarlestur 2022 hefst 1. júní

Sumarlestur Bókasafns Hafnarfjarðar hefst að venju þann 1. júní og stendur til 3. september, en þá verður fagnað rækilega með uppskeruhátíð!

Menningargongur2022

27. maí 2022 : Menningar- og heilsugöngur í Hafnarfirði 2022

Fyrsta ganga sumarsins verður miðvikudaginn 1. júní.  Í sumar er boðið upp á bæjargöngur með leiðsögn alla miðvikudaga. Flestar göngur taka um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar.

Radstefnan-Vid-erum-oll-Almannavarnir_Vidir-Reynisson

27. maí 2022 : Samræmd greining - vefgátt Almannavarna

Til þess að einfalda vinnu sveitarfélaga við að greina og leysa þær krísur sem upp koma á Íslandi hafa Almannavarnir útbúið vefgátt þar sem haldið er utan um samræmda greiningu í hverju sveitafélagi. Í vefgáttinni er hægt að nálgast leiðbeiningar almannavarna fyrir greiningu á áhættu og áfallaþoli. Leiðbeiningarnar eru gerðar til að einfalda vinnu sveitarfélaga og ekki síst að hjálpa til við að greina og draga fram þá vá og/eða verkefni sem upp geta komið.

Sund-fixed

25. maí 2022 : Stytt opnun í Ásvallalaug um helgina

Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug verða opnar frá kl. 8-17 á uppstigningardag og vegna sundmóts verður stytt opnun í Ásvallalaug um helgina.

HFJ_060820-32_1653407611867

24. maí 2022 : Úthlutun úr Þróunarsjóði samræmdar móttöku flóttafólks

Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur úthlutað tæplega 20 milljónum króna úr Þróunarsjóði samræmdar móttöku flóttafólks. Þau sveitarfélög sem eru með samning við ráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks geta sótt um styrki í sjóðinn og höfðu Samband íslenskra sveitarfélaga og Fjölmenningarsetur umsjón með úthlutuninni. Alls fengu fjögur sveitarfélög styrk úr sjóðnum. Hafnarfjarðarbær fékk styrki vegna þriggja verkefna. 

ReykjanesbrautKapliSetberg

24. maí 2022 : Samgönguhugmyndir - frá Lækjargötu að Kaplakrika

Fulltrúar Vegagerðarinnar mættu til fundar skipulags- og byggingarráðs nýverið og lögðu fram fyrstu hugmyndir vegna breytinga á Reykjanesbraut frá Lækjargötu að Kaplakrika. 

Skolahreysti4

24. maí 2022 : Hraunvallaskóli í 2. sæti í Skólahreysti 2022

Úrslit í Skólahreysti 2022 fóru fram 21.maí. Andrúmsloftið var rafmagnað, öll lið náðu gríðarlega góðum árangri og áhorfendur léku á alls oddi og hvöttu sína skóla áfram. Það var Flóaskóli sem bar sigur úr býtum með 61,5 stig, Hraunvallaskóli í öðru sæti með 58 stig og í fyrsta skipti á palli og svo var það Holtaskóli sem endaði í þriðja sæti með 54.5 stig. 

Síða 1 af 4