FréttirHjartasteinn1

30. apr. 2022 : Hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur

Hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur var í dag lagður í hjarta Hafnarfjarðar fyrir framan Bæjarbíó. Hugmynd að fallegum virðingarvotti og minnisvarða kviknaði fyrst í samtali við höfundinn sjálfan í kjölfar þess að hún var heiðruð í Hafnarfirði fyrir ritverk hennar og framlag til íslenskrar menningar í tengslum við Bóka- og bíóhátíð barnanna 2018. Guðrúnu og fjölskyldu leist vel á hugmyndina og nú hefur hjartasteinn til minningar um einn ástsælasta og vinsælasta rithöfund okkar tíma verið afhjúpaður. Guðrún kvaddi þann 23. mars síðastliðinn.

HraunvallaskoliUrslit

29. apr. 2022 : Hraunvallaskóli kominn í úrslit í Skólahreysti

Í Skólahreysti keppa nemendur í grunnskólum landsins sín á milli í hinum ýmsu greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda. Nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar hafa tekið virkan þáttí Skólahreysti og það með góðum árangri. Eftir fimm riðla af Skólahreysti vorið 2022 er Hraunvallaskóli meðal þeirra fimm skóla sem komnir eru í úrslit. 4. maí etja kappi skólar af Austurlandi og Norðurlandi. 

170621_17juniHFJ-101

28. apr. 2022 : Viðburða- og menningarstyrkir í kjölfar Covid

Bæjarráð auglýsir sérstaka viðburða- og menningarstyrki í kjölfar Covid-19 lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl og verða styrkirnir teknir til úthlutunar í bæjarráði.

GamurGardurgangur2021

28. apr. 2022 : Hreinsunardagar 2022– gámar við grunnskóla

Dagana 25. maí - 29. maí 2022 standa yfir hreinsunardagar í Hafnarfirði undir yfirskriftinni HREINSUM HAFNARFJÖRÐ en þá geta íbúar í Hafnarfirði losað sig við garðúrgang í gám við alla grunnskóla hverfanna. Gámarnir verða við skólana frá kl. 17 miðvikudaginn 25. maí til loka dags sunnudaginn 29. maí. Íbúar í Hafnarfirði eru hvattir til að nýta sér þjónustuna eða koma pokunum beint á Sorpu. Sorpa tekur á móti garðúrgangi endurgjaldslaust.

Baejarmynd-samsetning-1.2

27. apr. 2022 : Heildarstefna fyrir Hafnarfjörð samþykkt samróma

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samróma á fundi sínum rétt fyrir páska framlagða framtíðarsýn, meginmarkmið og stefnumarkandi áherslur fyrir Hafnarfjörð sem ganga þvert á alla málaflokka sveitarfélagsins. Heildarstefna Hafnarfjarðar til ársins 2035 styður við mótun áherslna til skemmri tíma og munu ráð og nefndir endurskoða áherslur árlega og marka aðgerðir sem styðja við framgang verkefna. 

20220406_143525-0-

26. apr. 2022 : Hlýleiki og gestrisni einkennandi fyrir skólasamfélagið

Með hækkandi sól og hverfandi samkomutakmörkunum hefjast Erasmus heimsóknir að nýju. Góður hópur frá grunnskólanum CEIP Mediterráneo sem staðsettur er í Alicante heimsótti Engidalsskóla og Lækjarskóla ásamt starfsfólki frá skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs á dögunum sem lið í þeirra Erasmus verkefni og fékk kynningu á hafnfirsku skólastarfi. Þessi hópur er hluti af stærri hópi en hinn hluti hópsins kemur í maí. 

IMG_3263

26. apr. 2022 : Samfélag heilsu og sköpunar í Lífsgæðasetri St. Jó

Lífsgæðasetur St.Jó nálgast óðfluga þau sögulegu og merku tímamót að fylla allar hæðir og öll rými í gamla St. Jósefsspítala af starfsemi sem tengja má heilsu, lífsgæðum og sköpun. Nú hafa 16 fyrirtæki og félagasamtök komið sér fyrir í setrinu og eru þegar farin að bjóða þjónustu sem er til þess fallin að efla líðan og heilsu fólks á öllum aldri. Á sumardaginn fyrsta var blásið til hátíðar og húsið opnað sérstaklega í tilefni af opnun nýrrar hæðar og móttöku nýrra fyrirtækja og samtaka í húsið. Unnið er að framkvæmdum í kjallara og í kapellu. Að öðru leyti er húsið fullbúið og öll rými þegar þéttsetin.

Fristund22_23

26. apr. 2022 : Opið fyrir skráningu á frístundaheimili skólaárið 2022-2023

Frístundaheimilin í Hafnarfirði eru í boði fyrir börn í 1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Hlutverk þeirra er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur með m.a. hópastarfi, smiðjum, útiveru og vali. Markmið frístundaheimilanna er að hvert barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.

VotlendiApril2022

25. apr. 2022 : Hafnarfjarðarbær fær Vonina frá Votlendissjóð

Á alþjóðlegum degi jarðar, föstudaginn 22 apríl, afhenti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, „Vonina“, þakklætis-viðurkenningu Votlendissjóðs fyrir árið 2021. Viðurkenningin var veitt í fyrsta sinn í fyrra en þá fór hún til lista- og vísindafólks sem lagt hefur sjóðnum lið. Í ár eru það eigendur fyrstu jarðanna sem sjóðurinn hefur lokið endurheimt við sem hljóta Vonina. 

StyrkirHljodvist

22. apr. 2022 : Örugg búseta fyrir alla - kortlagningu lokið

Í október sl. var samstarfsverkefni Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar (HMS), ASÍ og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) ”Örugg búseta fyrir alla” ýtt úr vör, en markmiðið var að kortleggja búsetu í atvinnuhúsnæði. Verkefnið hófst með kortlagningu á höfuðborgarsvæðinu sem nú er lokið og er ítarlegar niðurstöður að finna í skýrslu sem unnin var í kjölfarið.

RadhusHafnarfjardar

22. apr. 2022 : Kjörskrá fyrir Hafnarfjörð

Kjörskrá í Hafnarfirði vegna sveitarstjórnarkosninganna 14.maí 2022 liggur frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Hafnarfjarðar, þjónustuveri, Strandgötu 6, frá og með 22. apríl 2022. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni.

Síða 1 af 3