janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Sópun á aðalgötum í Hafnarfirði hófst í dag og mun vorsópun innan hverfa hefjast á morgun. Vorsópun stendur yfir dagana 1. – 29. apríl. Gangstéttir verða sópaðar á tímabilinu 1.apríl – 10. maí, eyjaþvottur mun fara fram dagana 7. – 13. apríl og sópun og þvottur bílastæða dagana 25. – 30. apríl. Vatnsþvottur á aðalgötum er ráðgerður í byrjun maí. Íbúar eru hvattir til virkrar þátttöku.
Unnið hefur verið að gerð menntastefnu Hafnarfjarðar undanfarin misseri en vinnu við gerð menntastefnunnar var formlega ýtt úr vör haustið 2019. Menntaleiðtogar hafa lagt metnað og alúð í að leggja fagleg sjónarmið á vogarskálar menntastefnu og öflug og góð samvinna við skólasamfélagið hefur aukið virði hennar og innihald.
Ertu með hugmynd að dagskrá Bjartra daga? Menningarhátíðin hefst 20. apríl og stendur yfir fram á sumar.
Á fundi bæjarstjórnar 23. mars sl. var samþykkt að úthluta Byggingafélagi Gylfa og Gunnars hf. (BYGG) lóðinni að Ásvöllum 3 til að byggja allt að 110 íbúðir í fjölbýli. Lóðin var auglýst til úthlutunar þann 27. desember sl. og skyldi tilboðum skilað inn í síðasta lagi 28. janúar sl.
Ertu í leit að sumarstarfi og langar að starfa í gefandi og líflegu starfsumhverfi? Hafnarfjarðarbær er með til auglýsingar fjölbreytt störf fyrir áhugasama sumarið 2022. Vakin er sérstök athygli á því að umsóknarfrestur í flest meðfylgjandi starfa rennur út mánaðarmótin mars/apríl.
Um 250 gestir, listafólk og 18 þátttakendur tóku þátt í lokahátíð nýrrar hafnfirskrar upplestrarkeppni sem ber heitið Upplestrarkeppni 7. bekkinga í grunnskólum Hafnarfjarðar. Hátíðin var haldin sl. þriðjudag í Víðistaðakirkju og tekur við af Stóru upplestrarkeppninni sem notið hefur mikilla vinsælda um árabil. Tveir nemendur frá hverjum grunnskóla stigu á stokk með faglegan og fallegan upplestur fyrir hönd síns skóla og fluttu texta og ljóð eftir skáld keppninnar.
Tekið á móti framboðslistum frá kl. 10-12 þann 8. apríl
Fánum Norðurlandanna var flaggað við bæjarmörkin í tilefni af degi Norðurlanda - degi norræns samstarfs og vinarhugar - en í ár er því fagnað að Norræna félagið á Íslandi verður 100 ára.
Félagsmiðstöðvar í Hafnarfirði hafa til fjölda ára haldið Grunnskólahátíðina og hefur hátíðin notið gríðarlegra vinsælda meðal hafnfirskra ungmenna. Hátíðin er í venjulegu ári haldin fyrsta miðvikudag í febrúar en undanfarin tvö ár hefur hátíðin bæði fallið niður og dagsetning riðlast vegna heimfaraldurs. Um leið og grænt ljós var gefið frá almannavörnum til veisluhalda í upphafi árs var undirbúningsnefnd hátíðarinnar 2022 ekki lengi að finna nýja dagsetningu og ekki kom til greina að henni yrði aflýst annað árið í röð. Undirbúningsnefndin samanstendur af hafnfirskum ungmennum og starfsfólki félagsmiðstöðvanna í Hafnarfirði.
Um áramótin tóku í gildi lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Hér er um tímamótalöggjöf að ræða en meginmarkmið laganna er að skapa umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar skrifaði grein sem birt var í Morgunblaðinu 14. mars síðastliðinn.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar fyrir 18 ára og eldri.