Fréttir0K1A1202

28. feb. 2022 : Skráning leikskólabarna í sumarleyfi 2022

Sumarið 2022 verða leikskólar Hafnarfjarðarbæjar lokaðir í tvær vikur frá og með 18. júlí til og með 1. ágúst. Opið er fyrir skráningu frá 1. mars - 30. mars 2022.

20220222_024511

25. feb. 2022 : Af veðri og færð í Firðinum

Allir tiltækir starfsmenn bæjarins og verktakar hafa verið að sinna mokstri og hreinsun gatna og mokstri frá niðurföllum nær allan sólarhringinn síðustu daga. Grípa hefur þurft til tímabundinnar lokunar á götum vegna vatnsaga og hefur há sjávarstaða ekki hjálpað til. Öllum verkefnum er forgangsraðað eftir hverfum og unnin þannig að afköst og árangur verði sem mestur og bestur.

Langelstur

23. feb. 2022 : Þrír bæjarlistamenn sameina krafta sína í Gaflaraleikhúsinu

Gaflaraleikhúsið frumsýnir fjölskyldusöngleikinn Langelstur að eilífu helgina 26. – 27. febrúar kl. 13. Verkið fjallar á einlægan hátt um vináttuna, lífið og dauðann en sýningin er full af gleði, söng, hlýju og hjartnæmum boðskap. Uppselt er á nokkrar sýningar og miðsala í fullum gangi á sýningar næstu vikur.

OllumTakmorkunumAflett

23. feb. 2022 : COVID-19: Aflétting allra takmarkana

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með föstudeginum 25. febrúar verði öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs COVID-19 aflétt, jafnt innanlands og á landamærunum. Þar með falla brott allar reglur um takmarkanir á samkomum og skólahaldi og einnig krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af COVID-19. Heilbrigðisráðherra kynnti ákvörðun sína á fundi ríkisstjórnar í dag sem byggist á tillögum sóttvarnalæknis til ráðherra um afléttingar.

2107-skissa-01

22. feb. 2022 : Hundruð sérbýlislóða til úthlutunar í fallegri byggð

Ásland 4 er nýjasta uppbyggingarsvæðið í Hafnarfirði og munu lóðir á þessu fallega svæði í suðurhlíðum Ásfjalls koma til úthlutunar á árinu 2022, þær fyrstu á vormánuðum. Í hverfinu munu rísa um 580 íbúðir og er reiknað með að fjöldi íbúa verði um 1.400. 

Image00025

22. feb. 2022 : Flókið að leysa mönnun á heimilum fatlaðs fólks í covid

Fjöldi starfsmanna og íbúa á heimilum fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði er með covid. Um helmingur forstöðumanna heimilanna greindist einnig með veiruna í þessari viku. Flókið hefur verið að leysa mönnun þar sem íbúar þurfa sólarhringsþjónustu. Rúmlega sextíu íbúar eru á heimilum fyrir fatlaða í Hafnarfirði og fá sólarhringsþjónustu. Miklar covid-sýkingar hafa valdið vanda við að leysa það að sinna fólkinu sem skyldi.

Vedurvidvorun

21. feb. 2022 : Óveður í aðsigi - fylgjumst vel með!

Aftur er óveður í aðsigi og því er mikilvægt að fólk fylgist vel með veðri, færð og tilkynningum frá almannavörnum. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs gildir síðdegis í dag frá kl. 16-19, en þá tekur við rauð viðvörun, sem gildir frá kl. 19-22.30. Fólk er hvatt til að vera ekki á ferðinni að meðan rauða viðvörunin er í gildi. Spáð er suðaustan hvassviðri eða stormi síðdegis og aftur seint í kvöld og fram yfir miðnætti, en suðaustan roki frá kl. 19-22.

Ofananflod2022

21. feb. 2022 : Hugum að snjóflóðahættu í vetrarútivist

Talsverður snjór er á landinu um þessar mundir og margir nýta sér aðstæðurnar í ýmis konar vetrarútivist. Mikilvægt er að huga að því öllum stundum að þegar ferðast er í brattlendi að vetrarlagi þarf alltaf að gæta að mögulegri snjóflóðahættu

HopmyndAfangastadurinn-

21. feb. 2022 : Áfangastaðurinn höfuðborgarsvæðið

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa undirritað samning um stofnun samstarfsvettvangs sveitarfélaga og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið. Samningurinn byggir á skýrslunni Framtíðarsýn og leiðarljósi íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 sem unnin var í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og hagaðila. 

Image00013

18. feb. 2022 : Vetrarfrí í heilsubænum með Hugmyndabankanum

Heilsubærinn Hafnarfjörður í samvinnu við Hugmyndabankann býður börnum og fjölskyldum þeirra að spreyta sig á skemmtilegum leik í nærumhverfinu í vetrarfríinu. Leik sem byggir á hugmyndaflugi og virkri þátttöku allra. 

Ruslatunna

18. feb. 2022 : Mokum frá sorpgeymslum - 2 daga töf á sorphirðu

Síðustu dagar hafa verið snjóþungir í Hafnarfirði með tilheyrandi áhrifum á færð og sorphirðu innan sveitarfélagsins. Sorphirða er u.þ.b. tveimur dögum á eftir áætlun þessa dagana. Ef aðgengið að tunnunum er ekki greiðfært eru tunnurnar ekki tæmdar fyrr en við næstu losun. 

Síða 1 af 3