janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Frá og með 1. febrúar 2022 býður Strætó upp á pöntunarþjónustu í iðnaðarhverfið Hellnahrauni í Hafnarfirði. Ný leið númer 26 bætist við leiðakerfi Strætó og mun hún sérstaklega þjónusta þetta vinsæla og vaxandi iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Panta þarf ferð með a.m.k. 30 mínútna fyrirvara.
Seinni bólusetning grunnskólabarna í 1. - 6. bekk á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Laugardalshöll vikuna 31. janúar til 4. febrúar 2022. Þá eru liðnar 3 vikur frá fyrri skammtinum.
Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns, nándarregla verður 1 metri, krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur um tvær klukkustundir. Heimilt verður að halda sitjandi viðburði fyrir 500 manns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Takmarkanir í skólum verða að mestu óbreyttar. Þetta er megininntak breytinga á reglugerð um samkomutakmarkanir sem tekur gildi 29. janúar samkvæmt ákvörðun heilbrigðiráðherra.
Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingar á reglum um sóttkví og smitgát sem tóku gildi frá og með miðnætti. Nú gilda eftirfarandi reglur um sóttkví og smitgát í tengslum við skólastarf.
Einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns verður ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát. Sóttkví verður áfram beitt gagnvart þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti innan heimilis eða dvalarstaðar en þríbólusettir sem útsettir eru á heimili geta verið í smitgát sem lýkur með sýnatöku. Börn á leik- og grunnskólaaldri verða enn fremur undanþegin smitgát.
Álagningarseðlar fasteignagjalda 2022 eru nú aðgengilegir á Mínum síðum og á island.is.
Lífshlaupið 2022 - landskeppni í hreyfingu - hefst þann 2. febrúar. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Síðustu daga og vikur hefur Covid haft mikil áhrif á skólasamfélagið í Hafnarfirði líkt og í öðrum sveitarfélögum. Á tímum sem þessum eiga foreldrar og forsjáraðilar rétt á niðurfellingu gjalda vegna sóttkvíar og einangrunar barna sinna. Hafnarfjarðarbær og starfsfólk bæjarins vill nota tækifærið og þakka fjölskyldum bæjarins fyrir sýndan skilning á ótrúlegum tímum sem sannarlega hafa haft áhrif á allt skólasamfélagið og fjölskyldulífið. Samstarfið og samtalið síðustu daga, vikur og ár hefur einkennst af virðingu og vinsemd. Fyrir það ber að þakka sérstaklega.
Sjötta árið í röð veitir Markaðsstofa Hafnarfjarðar hvatningarverðlaun til fyrirtækis sem hefur lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Jafnframt eru veittar viðurkenningar til fyrirtækja, félaga eða einstaklinga sem hafa með starfsemi sinni eflt atvinnulíf og bæjaranda í bænum. Verðlaunin og viðurkenningarnar eru þakklætisvottur markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.
Ásdís Auðunsdóttir, Inga Fríða Tryggvadóttir og Unnur Elfa Guðmundsdóttir eiga það sameiginlegt að vera allar metnaðarfullir stjórnendur og faglegir leiðtogar hjá Hafnarfjarðarbæ. Áhugi, reynsla, sýn og persónuleiki marka stjórnunarstíl þeirra og áherslur, í starfi þar sem mannauðurinn er mikilvægasta auðlindin.