janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Nýverið rættist draumur starfsfólks og þjónustuþega Hússins í Hafnarfirði um að eignast farþegahjól. Húsið eignast hjólin fyrir tilstuðlan viðspyrnuaðgerða stjórnvalda sem ætlað var að efla félagslega þátttöku geðfatlaðra og fatlaðs fólks á tímum Covid. Í samtali starfsfólks og þjónustuþega í Húsinu var ákveðið að nýta styrkinn í verkefni sem væru til þess fallin að auka frelsi og gefa fötluðu fólki tækifæri til að upplifa og lifa lífinu lifandi.
Verkefni "Römpum upp Ísland" hófst handa við að rampa upp Hafnarfjörð í dag. Búið er í fyrsta fasa að marka 28 staði í miðbæ Hafnarfjarðar og gera forsvarmenn verkefnis ráð fyrir að leggja ramp nr. 50 í hjarta Hafnarfjarðar strax í næstu viku.
Mánudaginn 27. júní hefjast viðhaldsframkvæmdir við Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug sem hafa áhrif á opnunartíma lauganna. Vegna þessa verður aukið við opnun í Sundhöll Hafnarfjarðar og hún opin um helgar á meðan framkvæmdum stendur.
Dorgveiðikeppni sumarnámskeiða Hafnarfjarðarbæjar við Flensborgarhöfn hefur með árunum orðið að keppni sem enginn á aldrinum 6-12 ára vill missa af. Hátt í 400 börn og ungmenni tóku þátt í dorgveiðikeppninni í ár og er óhætt að segja að spennustigið hafi verið hátt, eftirvæntingin mikil og tilburðir bæði líflegir og skemmtilegir.
Hafnarfjarðarbær og Terra ehf hafa gert með sér samkomulag um sorphirðu frá heimilum í Hafnarfirði frá vori 2023 til ársins 2031 og frá stofnunum sveitarfélagsins til 2026. Sorphirða sveitarfélagsins var boðin út nýlega og reyndist Terra ehf hlutskarpast.
Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir meðal annars á innsendum tillögum og eru íbúar, gestir, starfsfólk fyrirtækja og stofnana í Hafnarfirði og aðrir áhugasamir hvattir til að benda á þann sem bestur þykir.
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og Sóltún öldrunarþjónusta ehf. hafa gert með sér samning sem kveður á um nýja tegund sérhæfðrar þjónustu við aldraða. Þjónustan verður veitt í endurgerðu húsnæði gamla Sólvangs í Hafnarfirði. Þar verða rými fyrir 39 einstaklinga sem gert er ráð fyrir að dvelji þar skamma hríð og njóti einstaklingsmiðaðrar, heildrænnar og þverfaglegrar endurhæfingar.
Hin árlega dorgveiðikeppni við Flensborgarhöfn verður haldin nk. miðvikudag frá kl. 13:30-15. Keppnin er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára.
Guðrún Edda Min Harðardóttir, fimleikakona, er fjallkona Hafnarfjarðar árið 2022. Höfundur þjóðhátíðarljóðsins er Króli - Kristinn Óli Haraldsson.
Sönghátíð í Hafnarborg verður haldin í sjötta sinn dagana 18. júní–10. júlí 2022. Hátíðin er helguð klassískri tónlist, ljóða-, óperu- og kórsöng.