FréttirIMG_1514

23. des. 2021 : Norðurberg gerir góðverk sem gefur og gleður

Frá árinu 2016 hefur starfsfólk á leikskólanum Norðurbergi lagt góðu málefni lið í stað þess að gefa hvort öðru jólagjöf á árlegri jólagleði starfsfólks. Í ár varð barnastarf Kvennaathvarfsins í Reykjavík fyrir valinu og kom fulltrúi þeirra eða fulltrúi barnanna, Bergdís Ír félagsráðgjafi, í heimsókn á leikskólann í gær og tók við ávísun að upphæð 72.500.- kr. Öll félögin sem hafa fengið gjöfina til þessa eiga það sammerkt að vera verndarar barna. 

IMG_1385

22. des. 2021 : Opnunartími yfir hátíðarnar

Þjónustuver, menningarstofnanir, grunnskólar, leikskólar og sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar verða opnar yfir hátíðarnar sem hér segir:

22. des. 2021 : Best skreyttu húsin og best skreytta gatan 2021

Í vikunni voru veittar viðurkenningar fyrir best skreyttu húsin og best skreyttu göturnar í Hafnarfirði.

Sund-fixed

22. des. 2021 : Komdu í sund um jólin - opnunartími

Jólasund er góð samverustund og sundlaugarnar í Hafnarfirði vel til þess fallnar að uppfylla þarfir allra samfélagshópa enda ólíkar. Sundlaugarnar eru þrjár og hafa þær allar sína sérstöðu og sjarma. Þannig einkennir Sundhöll Hafnarfjarðar gömul saga og rólegt andrúmsloft, Ásvallalaug fjölskylduvænt umhverfi og heitur salur fyrir yngri börnin og Suðurbæjarlaug fallegt og gott útisvæði og útilaug.

22. des. 2021 : Aðgerðir hertar til að sporna við hraðri útbreiðslu smita

Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns og nándarregla 2 metrar í stað 1 með ákveðnum undantekningum. Veitinga- og skemmtistöðum, krám og öðrum stöðum með vínveitingaleyfi ber að loka kl. 21 á kvöldin. Sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum verður heimilt að taka á móti 50% af hámarksfjölda. Hraðprófsviðburðir verða takmarkaðir við 200 manns. Hvatt verður til fjarvinnu á vinnustöðum eins og kostur er. Þetta er megininntak hertra innanlandstakmarkana sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis til að sporna við hraðri útbreiðslu Covid-smita. Reglugerð þessa efnis tekur gildi fimmtudaginn 23. desember og gildir í þrjár vikur.

JardskjalftahrinaDes2021

21. des. 2021 : Jarðskjálftar: Varnir og viðbúnaður

Að gefnu tilefni minnir Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fólk á viðbrögð og varnir gegn jarðskjálfta. Mikilvægt er að íbúar á þekktum jarðskjálftasvæðum geri ráðstafanir til að draga úr tjóni vegna jarðskjálfta. 

FimleikaAfinn

21. des. 2021 : Nemandi í 9. bekk í Lækjarskóla gefur út bók

Nemandi í 9. bekk í Lækjarskóla, Smári Hannesson, gaf á dögunum út bókina Afinn sem æfir fimleika. Þessi ungi og efnilegi drengur skrifaði söguna þegar hann var ellefu ára gamall en bókin fjallar um Tómas sem fylgir afa sínum á fimleikamót og lendir þar í skemmtilegum ævintýrum.

Uglah5

20. des. 2021 : Uglur og uppskeruhátíð í Hvaleyrarskóla

Desembermánuður var vel nýttur í grunnskólum bæjarins bæði í að undirbúa komu jólanna og til undirbúnings fyrir framtíðina líkt og alla aðra daga ársins. Lestarátak var t.d. hjá nemendum yngstu deildar Hvaleyrarskóla þar sem þemað var uglur. Sérstaklega skemmtilegt og myndrænt verkefni sem vakti mikla ánægju. 

1til24

17. des. 2021 : Málörvunar- og jóladagatal Álfabergs

Starfsfólk og nemendur á Baggalá á leikskólanum Álfabergi opnuðu þann 1. desember sl. fyrsta pakkann á málörvunar- og jóladagatali deildarinnar. Í desember er áhersla lögð á leikföng og liti í orðaforða barnanna og var ákveðið að nota tækifærið og tengja jóladagatalið og hið gullfallega tré þess beint við það. Hugmyndasmiðurinn og fagurkerinn á bak við dagatalið er Sandra Jónsdóttir, starfsmaður deildarinnar.

Hradprof19

16. des. 2021 : COVID-19 hraðpróf í boði í Hafnarfirði

Frá og með föstudeginum 17. desember verður hægt að fara í hraðpróf vegna COVID-19 í Hafnarfirði. Í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ hefur TestCovid.is, sem er hluti af Öryggismiðstöðinni, sett upp hraðprófunarstöð að Reykjavíkurvegi 76-78. Hraðprófunarstöðin verður í stærra lagi og kemur til með að anna allt að 1000 prófum á dag. Opið verður alla daga frá kl. 8-16 og hefur þegar verið opnað fyrir bókanir.

Gitarhopur-og-sinfonian-1

13. des. 2021 : Gítarsveit tónlistarskólans tók þátt í jólatónleikum Sinfó

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fóru fram í Eldborgarsal Hörpu um nýliðna helgi. Gítarsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar voru meðal þátttakenda ár en boð um þátttöku í þessum glæsilegum tónleikum þykir mikill heiður og kröfurnar miklar. 

Síða 2 af 4