FréttirIMG_0247

30. nóv. 2021 : Einstök jólastemning allan desember í athvarfinu Læk

Starfsfólk Lækjar og gestir eru að detta í jólagírinn og ætla í jólamánuðinum að skapa saman einstaka jólastemningu í nýju og glæsilegu húsnæði athvarfsins að Staðarbergi 6. Boðið verður upp á jólaföndur og jólabakstur í hverri viku ásamt einstökum viðburðum á borð við bíókvöld, jólaglögg og konfektgerð.

Hafnarborg-jolakortamynd_1616057410777

30. nóv. 2021 : Jóladagatal Hafnarborgar – Hvar er Völundur?

Hafnarborg telur niður dagana fram að jólum með því að sýna jóladagatalið Hvar er Völundur? milli kl. 16 og 17 alla opnunardaga safnsins í desember fram að jólum. Hvar er Völundur? er jóladagatal sem framleitt var af RÚV árið 1996 og er löngu orðið klassískt. Höfundur þess er Þorvaldur Þorsteinsson listamaður en yfirlitssýning á verkum hans stendur nú yfir í safninu.

5O5A3913

30. nóv. 2021 : Jóladagatal bókasafnsins - bærinn og bæjarbragurinn

Í ár býður Bókasafn Hafnarfjarðar upp á splunkunýtt, frumsamið jóladagatal. Þættir dagatalsins eru 18 talsins og miðast þeir við virka daga svo að hægt sé að nýta þá í kennslu. Í þáttunum þarf Lestrar-lemúrinn, lukkudýr barna- og ungmennadeildar, að finna bókasafnið á ný eftir að hafa verið stolið af frekum máv. Snert er á helstu kennileitum bæjarins og einkennum hans, ásamt því að fjalla um þjóðsagnaarfinn og þjóðtrúna sem mótað hefur bæjarbraginn.

FlensborgarskoliSjodur2021

29. nóv. 2021 : Fræðslusjóður í Flensborg - opið fyrir umsóknir

Opið er fyrir umsóknir um styrk úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar. Allir þeir sem lokið hafa fullnaðarprófi frá Flensborgarskólanum og eru í framhaldsnámi geta sótt um styrk. Umsóknir verða að berast rafrænt eigi síðar en á miðnætti föstudaginn 3. desember 2021. Umsóknin skal merkt Fræðslusjóður Jóns Þórarinssonar. Umsókn þarf að fylgja staðfest gögn um námsferil eftir að námi í Flensborgarskólanum lauk auk annarra upplýsinga sem umsækjendur telja að styðji þeirra umsókn.

Hafro-1

29. nóv. 2021 : Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni er hús Hafrannsóknarstofnunar í Hafnarfirði, Harpa, Stjórnarráð Íslands, Gróttuviti auk fleiri bygginga lýstar upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. 

281120_Jolathorpid-26-of-44-

25. nóv. 2021 : Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar um helgina

Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað á morgun kl. 17, fyrsta föstudag í aðventu, og verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni auk opnunar á Þorláksmessukvöld. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á miðju Thorsplani fyrr um daginn í fámenni og er jólatréð sem fyrr gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Færri komust að en vildu í jólahúsunum í Jólaþorpinu í ár og ljóst að þessi vinalegi og vinsæli jólamarkaður hefur stimplað sig inn í hug og hjörtu margra og er orðinn hluti af hefðum aðventunnar, bæði hjá söluaðilum í fallegu jólahúsunum og hjá gestum og gangandi.

RosaAdventukvedja2021

24. nóv. 2021 : Njótum aðventunnar í hlýlega og heillandi jólabænum

Aðventukveðja frá bæjarstjóra. Jólaljósin mild og fögur eru farin að lýsa upp tilveruna í Hafnarfirði og við öll að komast í sannkallað hátíðarskap. Jólabærinn stendur undir nafni og skín skærar en nokkru sinni. Hafnarfjörður hefur á undanförnum árum ,,slegið í gegn“ sem jólabær, þar sem fallega skreytt jólaþorpið og jólahúsin, skemmtilegar sérverslanir og fjölbreyttir veitingastaðir, menningarhúsin og nú síðast Hellisgerði í jólabúningi, hefur laðað gesti að alls staðar frá. Hlýleiki og vinalegt andrúmsloft hefur mikið aðdráttarafl og á þessum tíma árs er gott að leita í notalega og afslappaða stemningu eins og við höfum náð að skapa hér í Hafnarfirði.

0K1A7552

24. nóv. 2021 : Þú finnur jólaandann í jólabænum Hafnarfirði!

Jólablað Hafnarfjarðar er þessa dagana að detta inn um lúgur Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar í Reykjavík, Garðabæ og Kópavogi. Jólablaðið hefur þann eina og sanna tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir öllum áhugasömum, fyrir gestum og gangandi og varpa ljósi á þann hlýleika og fjölbreytileika sem býr með fólkinu og fyrirtækjunum í jólabænum Hafnarfirði. Jólabærinn hefur allt til alls m.a. þegar kemur að upplifun, afþreyingu, verslun og þjónustu

StJo

23. nóv. 2021 : Vilt þú verða hluti af samfélaginu á St. Jó?

Lífsgæðasetrið er samfélag einstaklinga og fyrirtækja sem eiga það sameiginlegt að auka lífsgæði fólks með forvörnum, heilsurækt, ráðgjöf, fræðslu og sköpun.

UNGVika2021

15. nóv. 2021 : Töfrar félagsmiðstöðva og ungmennahúsa

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan er haldin hátíðleg dagana 15.-19. nóvember. Vikan hefur það að markmiði að varpa ljósi á mikilvægi og virði þessa vettvangs fyrir börn og ungmenni með hvatningu um að sem flestir (foreldrar, forráðamenn, systkini, vinir og aðrir aðstandendur) kynni sér starfsemi stöðvanna í sínu hverfi. Í dag eru skráðar 126 félagsmiðstöðvar og 11 ungmennahús sem aðildarfélög Samfés á landsvísu. Þar af eru 9 félagsmiðstöðvar í Hafnarfirði og 2 ungmennahús. 

Alfholt-EyrarholtNov21

15. nóv. 2021 : Endurbætur á opnum leikvöllum

Í Hafnarfirði eru fjölmargir og fjölbreyttir leik- og sparkvellir og á hverju ári er markvisst unnið að viðhaldi og endurnýjun þeirra út frá ákveðinni forgangsröðun. Síðastliðnar vikur hefur m.a. verið unnið að endurbótum á leikvelli milli Álfholts og Eyrarholts og á Akurvöllum. 

Síða 1 af 2