Fréttir
BleikarOgFlottar

15. okt. 2021 : Bleikur dagur á starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar

Bleikur fatnaður, bleikar veitingar, bleikt skraut og bleikir fylgihlutir voru einkennandi á starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar; í leiksskólum bæjarins og stofnunum. Nemendur og starfsfólk grunnskóla tóku forskot á bleiku sæluna fyrr í vikunni í ljósi þess að vetrarfrí stendur nú yfir í grunnskólunum. 

Hfj-19-07-09-16939_1626348069192

14. okt. 2021 : Samstarf um mat á gæðum leikskólastarfs

Hafnarfjarðarbær, Mosfellsbær og Garðabær hafa tekið höndum saman um að vinna þróunarverkefni með Menntavísindasviði Háskóla Íslands um mat á innra starfi í leikskólum. Þróunarverkefnið er í takti við tillögur starfshóps um styrkingu leikskólastigsins sem gefin var út í águst 2021. 

IMG_1702

14. okt. 2021 : Leikstjórinn Gunnar Björn heimsækir 8. bekkinga

Kvikmyndagerðamaðurinn og leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson mun á næstu dögum heimsækja alla nemendur í 8. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar og fjalla um kvikmyndagerð, ræða við nemendur og fjalla um vinnuferlið í kvikmyndagerð.

13. okt. 2021 : Viltu losna við grenitré úr þínum garði?

Hafnarfjarðarbær óskar eftir grenitrjám í görðum sem hafa e.t.v. lokið sínu hlutverki hjá garðeigendum. Bærinn sendir mannskap og tæki til að fjarlægja tré íbúum að kostnaðarlausu og nýtist tré sem gleðigjafi yfir hátíðina.

12. okt. 2021 : Bóka- og bíóhátíð lýkur með bíóveislu og brellugerð

Til að slá botninn í frábæra og vel lukkaða Bóka- og bíóhátíð í Hafnarfirði 2021 er blásið til öðruvísi og innihaldsríkrar bíóveislu í Bæjarbíói á síðasta degi hátíðarinnar. Í boði eru þrír viðburðir sem allir eru ókeypis og allir velkomnir meðan húsrými leyfir. 

5O5A0801-vef

12. okt. 2021 : Bleikur október í Hafnarfirði – MUNDU og verum til

Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í átaksverkefninu Bleika Slaufan í bleikum október m.a. með því að baða sig í bleikum blómum og bleiku skrauti á hjörtunum tveimur í hjarta Hafnarfjarðar; á Strandgötunni og í Hellisgerði. Hafnfirðingurinn Alice Olivia Clarke er sjálf ein þeirra sem er sjálf í miðri meðferð við brjóstakrabbameini. Hún stendur fyrir sölu á MUNDU fylgihlutum í október og samnefndum viðburði á Bleika deginum 2021.

LaufbladHaust2021

12. okt. 2021 : Vetrarfrí í Hafnarfirði - hugmyndir að góðri skemmtun

Sund, bingó, ratleikur, bíó, listasmiðjur og fleira skemmtilegt! Vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar dagana 14.- og 15. október. Af því tilefni er m.a. frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa tvo daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar. Hér koma nokkrar hugmyndir að góðri skemmtun frá Heilsubænum Hafnarfirði. 

IMG_1688

12. okt. 2021 : Þrettán verkefni fá menningarstyrk

Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Bókasafni Hafnarfjarðar í gær og hlutu þrettán verkefni styrk að þessu sinni. Heildarupphæð styrkja í þessari úthlutun er 2,7 milljónir og þar með hefur samtals 11 milljónum verið úthlutað í formi menningarstyrkja á árinu 2021.

5O5A0911-vef

11. okt. 2021 : Hausthopp við Hraunvallaskóla

Nýr ærslabelgur og sá fjórði í Hafnarfirði hefur nú risið á lóð Hraunvallaskóla og geta nemendur við skólann og kátir krakkar á Völlunum og vonandi víðar notið þess að hoppa á belgnum á meðan veður leyfir. 

5O5A0826-vef

7. okt. 2021 : Fyrsti deilibíll kominn til Hafnarfjarðar

Fyrsti Zipcar deilibíllinn er kominn til Hafnarfjarðar og er þegar orðinn aðgengilegur áhugasömum íbúum og starfsfólki fyrirtækja í Hafnarfirði. Deilibíllinn er frábær viðbót við þá fjölbreyttu samgöngumöguleika sem standa íbúum Hafnarfjarðar til boða.

IMG_1628

6. okt. 2021 : Bókaviti settur upp í Hellisgerði

Í upphafi sumars viðraði Heilsubærinn Hafnarfjörður þá hugmynd við samtökin á bak við Karlar í skúrum að sjá um smíði á bókavita sem nýtast myndi sem skiptibókamarkaður allt árið um kring. Karlarnir í skúrnum notuðu sumarið 2021 til að hanna, smíða og mála vitann með aðkomu margra aðila. Bókavitinn var opnaður formlega í dag á upphafsdegi Bóka- og bíóhátíðar barnanna 2021 í Hafnarfirði og er hann öllum opinn.

Síða 1 af 2