janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Ærslabelgirnir þrír sem settir hafa verið upp í Hafnarfirði hafa notið mikilla vinsælda í sumar. Yfir sumartímann eru belgirnir opnir frá kl. 9 - 22 alla daga vikunnar. Frá og með 1. september verða belgirnir opnir frá kl. kl. 9 - 20 alla daga allt þar til frysta tekur og veturinn færist yfir. Slökkt er á ærslabelgunum yfir vetrartímann þar til vora tekur að nýju.
Fyrsti sameiginlegur starfsdagur allra skólastiga og starfseininga í Skarðshlíðarskóla var haldinn í upphafi síðustu viku. Þar komu saman á hátíðarsal skólans starfsfólk leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla.
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera enn frekari tilslakanir á samkomutakmörkunum sem tóku gildi 28. ágúst sl. Grímuskylda á viðburðum utandyra hefur verið felld brott og skýrar kveðið á um heimild til að halda einkasamkvæmi í veislusölu og sambærilegu húsnæði fram yfir miðnætti. Ráðherra hefur einnig ákveðið nánari útfærslu á notkun hraðprófa á viðburðum.
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um tilslakanir frá núgildandi reglum sem voru ræddar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Lagt er til að þær taki gildi þann 28. ágúst eða á laugardag og fela þær í sér full afköst í sundlaugum og líkamsrækt í stað 75% eins og verið hefur, iðkendum verði fjölgað í 200 manns á íþróttaæfingum og -keppnum og sviðslistum, eins metra regla falli niður meðal áhorfenda á sitjandi viðburðum, veitingasala heimiluð í hléum og leyfilegur hámarksfjöldi gesta á veitingastöðum fari úr 100 í 200 í rými.
Þetta þarftu að vita um frístundastyrki Hafnarfjarðarbæjar. Frístundastyrkurinn er hugsaður fyrir öll börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára sem skráð eru í virkt íþrótta- og tómstundastarf. Um er að ræða mánaðarlegan styrk til lækkunar á þátttökugjöldum.
Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst á morgun þriðjudaginn 24. ágúst. Um 4.300 hafnfirsk börn setjast á grunnskólabekk þetta haustið samanlagt í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar. Af þeim eru yfir 350 börn að hefja nám í 1. bekk og svipaður nemendafjöldi lauk námi úr 10. bekk í vor svo nemendafjöldinn í Hafnarfirði er svipaður milli skólaára.
Hafnarfjarðarbær leitar að faglegum, áhugasömum og metnaðarfullum leikskólakennurum til starfa hjá leikskólum bæjarins. Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með um 2000 starfsmenn. Fleiri störf eru laus til umsóknar innan grunnskóla Hafnarfjarðar, á fjölskyldu- og barnamálasviði í málefnum fatlaðs fólks og í barnavernd.
Staðfundur og beint streymi. Skráning á fund nauðsynleg
Stóri læsisdagurinn fór fram í fyrsta skipti í grunnskólum Hafnarfjarðar í vikunni.
Katrín Lilja Hraunfjörð tók við skólastjórastarfi við leikskólann Stekkjarás í maí síðastliðnum. Katrín Lilja hefur víðtæka reynslu af leikskólastarfi og stjórnun leikskóla og hefur starfað sem leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri síðastliðin ár hjá Skólum ehf.
Unnur Elfa Guðmundsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Áslandsskóla frá 1. ágúst. Unnur Elfa hefur starfað við kennslu og stjórnun í grunnskólum Hafnarfjarðar til margra ára, þar af hefur hún starfað lengst í Áslandsskóla. Unnur Elfa er framsýn í þróun skólamála með öfluga þekkingu á skólastarfi og skólamálum almennt.