FréttirEinarsreitur-Alfaskeid-juli-2021

30. júl. 2021 : Endurnýjun leikvalla - nýtni í fyrirrúmi

Unnið er að lagfæringu og endurnýjun leikvalla um Hafnarfjörð. Í vikunni kláruðu vaskir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar endurnýjun á leik- og sparkvelli við Einarsreit.

IMG_0846

29. júl. 2021 : Mælistika á bókasafninu

Á Bókasafni Hafnarfjarðar hefur verið sett upp tveggja metra há mælistika. Hugmyndin er að börn sæki sér bók á Bókasafninu og kanni hæð sína í leiðinni.

IMG_0831

28. júl. 2021 : Tuk tuk rafhjólið er á fullri ferð um Hafnarfjörð í sumar

Fagurbláa Tuk tuk rafhjólið verður á ferð um bæinn í sumar of verður notað sem færanleg upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, gesti og gangandi.

Screenshot_20210727-101748_Instagram

27. júl. 2021 : Ung og sexí – Skapandi Sumarstörf

Félagarnir Kolbeinn Sveinsson og Einar Baldvin Brimar Þórðarson, hafa í sumar, á vegum Skapandi Sumarstarfa, unnið við skrif að Íslenskum söngleik um ungt fólk sem mun bera nafnið Ung og sexí. Nafn söngleiksins kemur frá laginu Ung og sexí, eftir hljómsveitina Kef LAVÍK.

Asvallalaug

24. júl. 2021 : Samkomutakmarkanir frá og með 25. júlí

Helstu áhrif samkomutakmarkana í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra á þjónustu bæjarins eru á þjónustu sundlauga.

Sh-36

22. júl. 2021 : Mikil ánægja meðal foreldra barna á frístundaheimilum

Árlega svara foreldrar og forráðamenn þeirra barna sem nýta sér þjónustuna ánægjukönnun um starfsemina. Á vormánuðum var könnun send á foreldra 890 barna og var svarhlutfallið 88,52%. Niðurstöður könnunar eru ánægjulegar og starfsfólki og stjórnendum heimilanna á sama tíma hrós og hvatning til að gera enn betur.

Snyrtilegt-blom

21. júl. 2021 : Snyrtileikinn 2021 - tilnefningar

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku.

HFJ_-72-vef

20. júl. 2021 : Trjágróður og skjólveggir við lóðamörk

Garðyrkjustjóri og umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar vilja minna bæjarbúa á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga varðandi trjágróður við lóðamörk og byggingu grindverka og skjólveggja.

IMG_8157

20. júl. 2021 : Nýtt salernishús við Hvaleyrarvatn

Í lok maí var nýtt hús, sem hýsir hvorutveggja salerni og aðstöðu til uppvasks og áfyllingar á vatni, tekið í notkun við sunnanvert Hvaleyrarvatn, fyrir neðan skátaskálann Skátalund. Salernishúsið er samstarfsverkefni St. Georgsgildisins í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæjar og er öllum opið frá kl. 8-22 alla daga.

19. júl. 2021 : Svenný - Skapandi sumarstörf

Unga tónskáldið og söngvarinn Sveinn Ísak Kristinsson, betur þekktur undir listamannsnafninu, Svenný, hefur spilað heillandi og ljúfa tóna víðsvegar um Hafnarfjörð í sumar á svokölluðum pop-up tónleikum. Svenný spilar á píanó ásamt því að syngja frumsamin lög. Hún hefur haldið stutta tónleika, sem eru hvað oftast í rétt um hálfan klukkutíma, fyrir íbúa og gesti bæjarins í almenningsgörðum, á kaffihúsum, Bókasafni Hafnarfjarðar og hjúkrunarheimilum.

HFJ_060820-15

15. júl. 2021 : Skráning á frístundaheimili skólaárið 2021-2022

Frístundaheimilin í Hafnarfirði eru í boði fyrir börn í 1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Hlutverk þeirra er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur með m.a. hópastarfi, smiðjum, útiveru og vali.

Síða 1 af 3