FréttirOskastund2021

30. jún. 2021 : Óskastund við Hvaleyrarvatn

Vatnsverkið Óskastund hefur verið sett upp við Hvaleyrarvatn. Verkið er einfalt og á sama tíma stílhreint og til þess fallið að skapa einstaka sýn, gleði og upplifun fyrir þá sem sækja útivistarperluna Hvaleyrarvatn og nágrenni heim. Verkið stendur á Sandvíkinni, er tengt götulögn og mun, þar til frysta tekur í haust, sprauta vatni og framkalla regnboga á sólríkum dögum. Hugmynd að verki og framkvæmd á myndlistarmaðurinn Guðmundur R. Lúðvíksson.

IMG_7946

29. jún. 2021 : Tveir nýir búsetukjarnar á tveimur árum

Tveir nýir sex sérbýla búsetukjarnar í Hafnarfirði hafa risið og komist í fulla virkni á rétt um tveimur árum, annarsvegar að Arnarhrauni 50 og hins vegar að Öldugötu 45. Í lok maí 2021 fluttu fyrstu fjórir íbúarnir inn í nýjan búsetukjarna að Öldugötu og munu tveir íbúar til viðbótar flytja inn á haustmánuðum. Bærinn fékk nýjasta búsetukjarnann að Öldugötu afhentan formlega um miðjan maí 2021.

IMG_9654-1

28. jún. 2021 : Fréttir með Finnboga - skapandi sumarstörf

Finnbogi Örn fréttaáhugamaður og Melkorka Assa, námsmaður við Háskóla Íslands, halda nú í sumar úti Instagram síðunni Fréttir með Finnboga. Síðu sem flytur lifandi og skemmtilegar fréttir beint frá hjarta Hafnarfjarðar. Finnbogi og Melkorka, sem kynntust fyrst í Flensborgarskóla í Hafnarfirði, hófu þetta frábæra verkefni á vegum skapandi sumarstarfa hjá Hafnarfjarðarbæ í byrjun sumars og hefur það þegar leitt þau út í hin ýmsu ævintýri. Í sumar eru níu hópar skapandi sumarstarfa starfandi á vegum Hafnarfjarðarbæjar. 

TingJuni2021

25. jún. 2021 : Aflétting allra takmarkana frá og með 26. júní

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með 26. júní næstkomandi falli úr gildi allar takmarkanir á samkomum innanlands. Í þessu felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana. Ákvörðun um afléttingu allra samkomutakmarkana er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þann 1. júlí taka gildi breyttar reglur varðandi sýnatökur á landamærum.

IMG_9604

24. jún. 2021 : Dorgað í sumarblíðu á Flensborgarhöfn

Hátt í 500 börn og ungmenni á aldrinum 6-12 ára tóku þátt í dorgveiðikeppni á Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær hefur staðið fyrir þessari keppni í áratugi og hefur áhuginn og þátttakan vaxið með hverju árinu. Nú er svo komið að keppnin er orðin ein fjölmennasta dorgveiðikeppni landsins og hundruðir barna bíða spennt eftir því ár hvert að munda færin og spreyta sig við að veiða furðulegasta fiskinn, stærsta fiskinn og flestu fiskana.

StafraentSkirteinio

23. jún. 2021 : Stafræn bókasafnsskírteini innleidd

Í dag urðu tímamót í sögu Bókasafns Hafnarfjarðar þegar fyrsta stafræna bókasafnsskírteinið var afhent. Þetta er jafnframt fyrst stafræna bókasafnsskírteini í almenningsbókasöfnum hér á landi. Stafrænt skírteini er hluti af stafrænni vegferð Hafnarfjarðarbæjar og tengist samstarfi sveitarfélaga í stafrænni þróun.

Ratleikur-2021-289

22. jún. 2021 : Taktu þátt í Ratleik Hafnarfjarðar 2021

Í samstarfi við heilsubæinn Hafnarfjörð er hinn vinsæli Ratleikur Hafnarfjarðar nú hafinn í 24. sinn. Leikurinn gengur út á að þátttakendur fá vandað ratleikskort þar sem merktir eru inn 27 staðir, vítt og breytt í bæjarlandinu.

 

IMG_9189

22. jún. 2021 : Stoppaðu og hoppaðu í sumar á ærslabelg

Þessa dagana stendur yfir sumarleikur hjá Hreinum görðum sem sjá meðal annars um rekstur og sölu á ærslabelgjum á Íslandi. Leikurinn stendur yfir dagana 10.05.21 – 25.08.21 og eru veglegir vinningar í boði. 

Image00011

21. jún. 2021 : Fyrstu farþegaskipin komin til Hafnarfjarðarhafnar

Líkt og víða þá er lífið á Hafnarfjarðarhöfn smám saman að færast aftur í eðlilegt horf. Fyrstu skemmtiferðaskip sumarsins eru farin að leggjast að bryggju að nýju. Í síðustu viku kom fyrsta skip sumarsins, Le Dumont-d´Urville frá Ponant skipaútgerðinni í Frakklandi til Hafnarfjarðar, en þetta var jafnframt fyrsta skipið sem kemur til Íslands á þessu ári. Von er á 15 skipakomum í sumar, allt fram í miðjan september.

Sudurbaejarlaug

18. jún. 2021 : Sumaropnun í Suðurbæjarlaug frá og með sunnudegi

Sumaropnun tekur gildi í Suðurbæjarlaug frá og með sunnudeginum 20. júní. Í sumar verður laugin opin til kl. 22 alla virka daga og til kl. 21 á sunnudögum í stað kl. 17. Óbreyttur opnunartími verður á laugardögum eða til kl. 18. 

17. jún. 2021 : 17. júní 2021 í Hafnarfirði

Komdu og fagnaðu þjóðhátíð með okkur heima í Hafnarfirði. Fjölbreytt dagskrá í boði víðs vegar um bæinn.

Síða 1 af 3