Fréttir
IMG_6895

10. maí 2021 : Sérstakur styrkur gildir líka á sumarnámskeið

Börn sem koma af tekjulægri heimilum og eru fædd á árunum 2005-2014 geta fengið 45.000 krónur í sérstakan íþrótta- tómstundarstyrk. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2021. 

VitinnViktoria

10. maí 2021 : Viktoría frá Vitanum kom, sá og sigraði Samfés 2021

Þrír hafnfirskir nemendur kepptu fyrir hönd sinna félagsmiðstöðva í söngkeppni Samfés sem haldin var í gær og sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Viktoría Tómasdóttir, nemandi í 10. bekk í Lækjarskóla, stóð uppi sem sigurvegari keppninnar í ár. 

HertarAdgerdir

10. maí 2021 : Covid19: 50 manns og fleiri tilslakanir frá 10. maí

Fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns, sund- baðstaðir og líkamsræktarstöðva mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum og sviðslistum verður 75 í hverju hólfi eða á sviði og hámarksfjöldi gesta á sitjandi viðburðum fer úr 100 í 150 manns. 

Honnunarstadall2020

6. maí 2021 : Vitinn - nýtt hönnunarkerfi Hafnarfjarðarbæjar

Hafnarfjarðarbær er á hraðferð í stafrænum umbreytingum. Á stuttum tíma í stafrænu samhengi hafa stór sem smá verkefni litið dagsins ljós og hlutirnir gerst hratt þrátt fyrir þá staðreynd að nýjar stafrænar vörur eða lausnir taka yfirleitt einhver ár í undirbúningi og framleiðslu. Hönnunarkerfið Vitinn er gott dæmi um mikilvægt og stórt stafrænt verkefni.   

VardlidarUmhverfisins2021

6. maí 2021 : Viðurkenning fyrir umhverfismál

Nýtt samfélag, verkefni nemenda unglingadeildar í Öldutúnsskóla, hlaut á dögunum viðurkenningu Umhverfis- og auðlindaráðuneytis sem Varðliðar umhverfisins 2020-2021. Í verkefninu unnu nemendur saman í hópum að því að búa til nýjan samastað fyrir mannkyn, eftir að jarðarbúar höfðu þurft að flýja jörðina vegna loftslagsbreytinga.

LeikskolaborninOkkar

4. maí 2021 : Bólusetningar starfsfólks skóla í Hafnarfirði eru hafnar

Bólusetningar starfsfólks í leik-, grunn,- og tónlistarskólum í Hafnarfirði gegn Covid19 eru hafnar og fer bólusetning fyrir þessa hópa fram á næstu dögum og vikum. Vegna fjölda starfsfólks sem fer frá skólum til að sinna þessu mikilvæga verkefni má vera að einhver röskun verði á skólastarfi. Með góðu samstarfi og samstöðu allra næst sá mikilvægi áfangi að bólusetja starfsfólkið okkar sem starfar náið með börnum hvort heldur er í leik eða starfi.

Samgongustofa

4. maí 2021 : Fræðsla frá Samgöngustofu - verum örugg á ferðinni!

Samgöngustofa hefur gefið út þrjár fræðslumyndir er varða umferðaröryggi og hafa þann mikilvæga tilgang að ýta undir og stuðla að jákvæðri og góðri umferðarmenningu þannig að allir skili sér heilir heim. Fræðslumyndirnar eru allar með íslenskum, ensku og pólskum texta. Verum örugg á ferðinni!

Síða 3 af 3