FréttirIMG_8040

31. maí 2021 : Bæjarstjórn unga fólksins - ungt fólk til áhrifa!

Á vormánuðum var öllum nemendum í 10. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar vorið 2021 boðið að taka þátt í hlutverkaleik í fundarsal bæjarstjórnar í Hafnarborg. Þar gafst nemendum tækifæri til að setja sig í hlutverk bæjarfulltrúa í einn dag og samhliða kynna sér yfirstandandi myndlistarsýningu. Verkefnið lukkaðist vel, margir nemendahópar sóttu Hafnarborg heim og búið að ákveða að verkefnið verði hluti af fræðslu- og kynningarstarfi Hafnarborgar.   

_V1A9767

28. maí 2021 : Friends you haven´t met - sjónræn frásögn um ungt fólk

Sýningin „Friends you haven't met,“ sjónræn frásögn um ungt fólk frá vinabæjunum Frederiksberg í Danmörku og Hafnarfirði á Íslandi, var  opnuð formlega í anddyri Ásvallalaugar og veislusal SH í gær af formanni menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar og sendiherra Danmerkur á Íslandi. Boðið var upp á léttar veitingar og ungt fólk sem tekur þátt í sýningunni flutti tónlistaratriði. Sýningin verður opin til 23. júní.

020720_HFJ_-18-small

28. maí 2021 : Aðgengismál – reynslusögur og hugmyndir

Á samráðsvefnum Betri Hafnarfirði hefur verið stofnað svæði fyrir reynslusögur og hugmyndir um aðgengismál í sveitarfélaginu. Frumkvæði að stofnun svæðisins kemur frá starfshóp sem nýlega var stofnaður með það verkefni að marka heildstæða stefnu í aðgengismálum í Hafnarfirði.

_V1A9614

28. maí 2021 : Fræ til frístundaheimilanna - heimaræktun virðist ganga vel

Nýlega var fræpökkum með blönduðum kryddjurtum dreift inn á öll heimili í Hafnarfirði. Um var að ræða sumargjöf frá heilsubænum Hafnarfirði sem á að ýta undir grósku, vöxt og vellíðan og kannski ekki síst sameiginlegan áhuga og ánægjulegar samverustundir fjölskyldunnar allrar. Í vikunni fengu öll frístundaheimilin í Hafnarfirði einnig fræpakka að gjöf með hvatningu um ræktun innan veggja heimilanna. 

BilastaediVagnar_1592215195755

28. maí 2021 : Bílastæði grunnskóla opin fyrir útilegutæki í sumar

Líkt og síðustu ár verður opið á þann möguleika að leggja hverskyns útilegutækjum sem í virkni eru yfir sumartímann á bílastæðum við grunnskóla Hafnarfjarðar. Leyfið gildir meðan grunnskólar sveitarfélagsins eru lokaðir.

StellaBKristinsdottirMynd

28. maí 2021 : Heill hafsjór af dagskrá fyrir börn og ungmenni

Stella B. Kristinsdóttir er fagstjóri frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ og vinnur hún m.a. náið með frístunda­heimilum og félagsmiðstöðvum sem starfandi eru við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Þátttaka í skipulögðu starfi ýtir bæði undir vellíðan og félagslega færni. Nær þetta bæði til starfs á vegum sveitar­félagsins og til fagstarfs og námskeiða allra félaganna í bænum.

Hafnarfjordur2020-vef

28. maí 2021 : Net- og símasamband enn í ólagi

Bilanagreining er í gangi. 

Hafnarfjordur2020-vef

27. maí 2021 : Net- og símasamband komið í lag

Mikil truflun varð á netsambandi og þar með á símasambandi á öllum starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar í dag og að hluta til í gær með tilheyrandi óþægindum. Netsambandið er nú komið í eðlilegt horf.

VerlaunHeimilisOgSkola2021

25. maí 2021 : Stóra upplestrarkeppnin fær Foreldraverðlaunin 2021

Í ár hlaut Stóra upplestrarkeppnin Foreldraverðlaun Heimilis og skóla. Einnig var Ingibjörg Einarsdóttir útnefnd Dugnaðarforkur Heimilis og skóla og veitt voru tvenn Hvatningarverðlaun að þessu sinni. Hvatningarverðlaunin hlutu Söngleikurinn Annie frá Víðistaðaskóla og verkefnið Sjálfbærni og minni matarsóun hjá heilsuleikskólanum Urðarhóli. 

Colvid19Golli

21. maí 2021 : Covid19: Verulega dregið úr takmörkunum frá 25. maí

Fjöldatakmörk hækka í 150 manns og slakað verður á grímuskyldu og tveggja metra reglunni. Takmörkunum á gestafjölda sund- og baðstaða, skíða- og tjaldsvæða og safna verður aflétt og sömuleiðis á líkamsræktarstöðvum nema hvar þar mega að hámarki vera 150 manns í hverju rými.

DyrinIHalsaskogiSetbergsskoli

21. maí 2021 : Dýrin í Hálsaskógi sýnd í Setbergsskóla

Nemendur í 4. bekk í Setbergsskóla hafa í vetur verið í leiklist og æft leikritið Dýrin í Hálsaskógi. 

Síða 1 af 3