janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Á dögunum var úthlutað úr sjóðnum og hljóta alls 42 verkefni styrki að þessu sinni og er samstarfsverkefni Skarðshlíðarskóla og Lækjarskóla um altæka hönnun náms (UDL) eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk. Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni eru á lærdómssamfélög skóla og drengi og lestur.
Breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á morgun fimmtudaginn 15. apríl heimila opnun sundlauga og baðstaða fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Gildistími nýrrar ráðstöfunar er til og með 5. maí 2021 nema annað sé auglýst. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda
Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum, sviðslistir einnig og skíðasvæðin geta opnað á ný. Í skólum breytast nálægðarmörk á öllum skólastigum úr 2 metrum í 1 og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf.
Fjölbreytt sumarnám og sumarstörf verða í boði fyrir ungt fólk og atvinnuleitendur í sumar, sem lið í aðgerðum stjórnvalda til þess að stuðla að virkni og framtíðarsókn fyrir íslenskt atvinnulíf. Hafnarfjarðarbær er þessa dagana að skoða
Með nýju atvinnuátaki stjórnvalda „Hefjum störf“ er stefnt að því að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf. Atvinnuátakið er unnið í samvinnu atvinnulífsins, opinberra stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka. Ráðgert er að verja um 4,5 til 5 milljörðum króna í átakið. Hafnarfjarðarbær vinnur að því þessa
Töluvert hefur borið á því að ökutæki án skráningarnúmera séu skilin eftir á opnum og almennum svæðum og hafa fjölmargar kvartanir þess efnis borist sveitarfélaginu. Því hefur verið ákveðið að ráðast í átak vegna ökutækja án númera.
Hafnarfjarðarbær hefur löngum verið mikill íþróttabær og hefur árum saman alið af sér meistara á nær öllum sviðum íþróttalífsins. Þar spila Haukar stórt hlutverk með faglegu félagsstarfi og öflugu stuðningsneti. Glæsileg mannvirki hafa risið á Ásvöllum síðustu áratugina og í dag, á sjálfan afmælisdaginn, er 90 ára afmæli Hauka fagnað með fyrstu skóflustungunni að nýju og glæsilegu knattspyrnuhúsi sem mun gjörbreyta allri aðstöðu knattspyrnudeildar Hauka á Ásvöllum.
Sópun á götum, stéttum og göngustígum í Hafnarfirði er hafin. Í fyrra fór sópun af stað um svipað leyti en virðað hefur mjög vel til vorverka síðustu daga og vikur og lofar franhaldið góðu. Bænum er sem fyrr skipt upp í 15 hverfi og eru hverfin skiltuð upp degi fyrir sópun með tilkynningu um fyrirhugaða sópun. Samhliða eru umferðareyjur bæjarins þvegnar.
Opið er fyrir skráningu á frístundaheimili skólaárið 2021-2022. Skráning fer fram rafrænt í gegnum Mínar síður. Þær umsóknir sem berast fyrir 15. júní 2021 eru í forgangi.
Rekstrarafkoma fyrir A og B hluta Hafnarfjarðar var jákvæð um 2,3 milljarða króna á árinu 2020. Fyrir A hluta var afkoman jákvæð um 1,6 milljarða króna. Þrátt fyrir neikvæð áhrif Covid-19 faraldursins á skatttekjur og útgjöld var grunnrekstur bæjarsjóðs traustur á síðasta ári. Þar við bætist sala á liðlega 15% hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum hf. og lóðasölur sem hafa veruleg jákvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.
Hafnarfjarðarbær og Alzheimersamtökin skrifuðu í byrjun mars undir samstarfsyfirlýsingu um innleiðingu á samfélagi sem er vinveitt, styðjandi og meðvitað um þarfir fólks með heilabilun og aðstandendur þeirra. Þannig mun Hafnarfjarðarbær, með faglegri aðstoð og öflugum stuðningi Alzheimersamtakanna, markvisst varða leið þeirra sem eru með heilabilun með því að ýta undir vitund og þekkingu starfsfólks og íbúa sveitarfélagsins.