janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Fjölbreytt störf verða í boði hjá Hafnarfjarðarbæ sumarið 2021 fyrir námsfólk sem hefur verið í námi á vorönn 2021 eða er skráð í nám á haustönn 2021. Um er að ræða sumarstörf sem tengjast aðgerðum stjórnvalda og miða að því að stuðla að virkni og framtíðarsókn fyrir íslenskt atvinnulíf.
Góður árangur náðist við að verja grunnrekstur bæjarsjóðs á síðasta ári, þrátt fyrir neikvæð áhrif vegna Covid-19 faraldursins. Við bætist sala á liðlega 15% hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum hf. og lóðasölur sem höfðu veruleg jákvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins. Skuldaviðmið Hafnarfjarðar hélt áfram að lækka á milli ára og var 101% í árslok 2020.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um örstyrki til þess að halda viðburði og uppákomur um allan bæ í sumar eftir því sem sóttvarnarreglum og fjöldatakmörkunum sleppir.
Heilsubærinn Hafnarfjörður færir öllum heimilum í Hafnarfirði nú sumargjöf til marks um grósku, vöxt og vellíðan. Gjöfin á að fá íbúa í Hafnarfirði til að staldra við, draga andann létt, lifa í núinu og huga að mikilvægi eigin ræktunar í öllum skilningi. Um er að ræða fræpakka með fimm fræjum að kryddjurtum til eigin ræktunar. Heimaræktun er gefandi verkefni fyrir alla fjölskylduna.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti á fundi sínum í dag úthlutun á síðustu lóðunum í Hamranesi, 25 hektara nýbyggingarsvæði sem tekið er að rísa sunnan Skarðshlíðarhverfis og Vallahverfis í Hafnarfirði. Framkvæmdir við lóðir í Hamranesi hófust í upphafi árs og mun þar rísa hátt í 1800 íbúða hverfi á næstu mánuðum og árum. Áætlaður íbúafjöldi er rúmlega 4000. Síðustu lóðirnar í Skarðshlíðarhverfi seldust í upphafi árs en þar mun rísa byggð með allt að 500 íbúðum og 1250 íbúum.
Í Hafnarfirði er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann. Á vefnum tomstund.is er hægt að skoða námskeið og sumarfrístund á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Opið er fyrir skráningar frá og með 28. apríl 2021.
Heilbrigðisráðuneytið kynnir áætlun um afléttingu innanlandstakmarkana vegna COVID-19 í áföngum með hliðsjón af framgangi bólusetningar.
Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2021 hefjist í átjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 5. - 25. maí. Opnað verður fyrir skráningu þann 21. apríl og hvetur Hafnarfjarðarbær alla áhugasama til að skrá sig strax til leiks í þessu hvetjandi og góða verkefni Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.
Síðasta vetrardag gengu Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa (StLO) og Hafnarfjarðarbær frá samkomulagi um framkvæmdir við dagdeildir Alzheimer- og Parkinsonsamtakanna á 3. hæð á Lífsgæðasetri St. Jó við Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.
Dagana 21. maí - 24. maí 2021 standa yfir hreinsunardagar í Hafnarfirði undir yfirskriftinni HREINSUM HAFNARFJÖRÐ en þá geta íbúar í Hafnarfirði losað sig við garðúrgang í gám við grunnskóla hverfisins.
Styrkir til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Bæjarbíó á síðasta vetrardag og hlutu 14 verkefni styrk að þessu sinni.