FréttirStyrkirRaduneyti

26. feb. 2021 : Umsóknarfrestur framlengdur til 15 apríl

Umsóknarfrestur vegna sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn sem koma frá tekjulægri heimilum hefur verið framlengdur til 15. apríl 2021.  Styrkurinn er veittur grunnskólabörnum sem fædd eru á árunum 2005-2014. 

Hn11

26. feb. 2021 : Sjö þróunarreitir lausir til umsóknar í Hamranesi

Hafnarfjarðarbær óskar eftir þróunaraðilum til að taka þátt í áframhaldandi þróun í Hamranesi. Um er að ræða sjö þróunarreiti fyrir um 60 íbúðir á reit á austursvæðinu, sunnan Hringhamars. Skilafrestur umsókna er til og með 8. mars 2021.  

24. feb. 2021 : Jarðskjálftar: Varnir og viðbúnaður

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra minnir fólk á viðbrögð og varnir gegn jarðskjálfta og einnig á viðbrögð eftir jarðskjálfta. Hægt er að lesa nánar á almannavarnir.is

HafnarfjordurAslandid

24. feb. 2021 : Viðbrögð við og eftir jarðskjálfta - af gefnu tilefni

Sterk jarðskjálftahrina gengur nú yfir Reykjanes og höfuðborgarsvæðið. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur fólk til þess að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta.

 

23. feb. 2021 : Covid19 - létt á takmörkunum í skólastarfi frá 24. febrúar

Almennt verður heimilaður hámarksfjöldi nemenda 150 í hverju rými og blöndun milli sóttvarnahólfa heimil á öllum skólastigum.

23. feb. 2021 : Covid19 - fjöldatakmörk verða 50 manns frá 24. febrúar

Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns samkvæmt nýjum reglum um samkomutakmarkanir sem taka gildi 24. febrúar.

22. feb. 2021 : Frítt í sund í vetrarfríi

Frítt er í sund í Hafnarfirði í vetrarfríi grunnskólanna dagana 22.-23. febrúar.

20. feb. 2021 : Vetrarfrí í Hafnarfirði

Frítt er í sund í vetrarfríi grunnskólanna og söfnin bjóða uppá spennandi dagskrá fyrir grunnskólabörn og fjölskyldur þeirra.

HeiddisHvatningarverdlaunMsh2021

19. feb. 2021 : Heiðdís hlýtur hvatningarverðlaun MsH 2021

Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru veitt í fimmta sinn í gær við hátíðlega en lágstemmda athöfn í Hafnarborg. Heiðdís Helgadóttir fékk hvatningarverðlaunin að þessu sinni sérstaklega fyrir Listasmáskólann. Við athöfnin voru einnig veitar viðurkenningar til fjögurra aðila fyrir starfsemi í þágu eflingar atvinnulífs og bæjaranda í Hafnarfirði.

AErslabelgur

18. feb. 2021 : Skráning leikskólabarna í sumarleyfi 2021

Leikskólar Hafnarfjarðar verða frá og með sumrinu 2021 opnir allt árið um kring. Sumarleyfistímabil leikskólabarna er frá 15. maí – 15. september ár hvert og eiga öll börn að taka samfellt sumarleyfi í 4 vikur. Opið er fyrir skráningu frá 18. febrúar - 18. mars 2021 

BoluefniCovid19Feb2021

18. feb. 2021 : Upplýsingar vegna bólusetningar gegn COVID-19

Ítarlegar upplýsingar um bólusetningar og tölfræði vegna bólusetninga gegn Covid19 er að finna á covid.is. Þessi upplýsingasíða á Covid.is tekur breytingum eftir því sem nýjar upplýsingar berast um virkni og afhendingu bóluefna og framkvæmd bólusetninga.

Síða 1 af 3