Fréttir29. jan. 2021 : Segðu okkur sögu af þinni upplifun af okkar þjónustu

Hafnarfjarðarbær vinnur stöðugt að því að bæta þjónustuna, svörun almennra erinda og auðvelda aðgengi að þjónustu sveitarfélagsins með stafrænum lausnum. Við eigum öll okkar sögur af þjónustu sveitarfélagsins, bæði góðar og slæmar, og nú viljum við safna þeim saman með það fyrir augum að greina styrkleika og veikleika þjónustunnar.

TilnefningTilHvatningarverdlauna2020

29. jan. 2021 : Tilnefning til hvatningarverðlauna MsH

Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru fyrst afhent árið 2016. Þau eru veitt fyrirtæki, félagi eða einstakling sem hefur lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum.

VIS-HFJMynd1

29. jan. 2021 : Samið við VÍS um vátryggingar sveitarfélagsins

Undir lok árs 2020 óskaði Hafnarfjarðarbær eftir tilboðum bæði í lög- og samningsbundnar tryggingar og aðrar tryggingar sveitarfélagsins og tengdra aðila. Tilboð voru opnuð föstudaginn 4. desember 2020 og reyndist Vátryggingarfélag Íslands hf. (VÍS) hlutskarpast. 

GallupNidurstodur2020

28. jan. 2021 : Íbúar í Hafnarfirði ánægðir með bæinn sinn

Ánægja íbúa Hafnarfjarðar er enn nokkuð há í sögulegu samhengi samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup sem kynnt var í bæjarráði í morgun, þrátt fyrir að skor dali lítillega milli áranna 2020 og 2019 en ánægjan hafði aukist umtalsvert og marktækt í flestum þáttum milli mælinga 2019 og 2018.

ForsetahjonAsamtSigurvegurum

28. jan. 2021 : Nemendur í Setbergsskóla lögðu sína rödd að mörkum

Nemendur í Setbergsskóla tóku, líkt og nemendur í 136 öðrum skólum, þátt í Lestrarkeppni grunnskólanna hjá Samrómi og báru þar sigur úr býtum í sínum flokki fyrir fjölda innlesinna setninga í Samróm dagana 18. - 25. janúar. Í gögnum frá orðabanka Samróms kemur fram að á meðan keppninni stóð voru lesnar um 790 þúsund setningar frá 6172 manns. 

IMG_5840

26. jan. 2021 : Samkomulag um húsnæði fyrir nútímabókasafn

Samkomulag á milli 220 Fjarðar og Hafnarfjarðarbæjar var undirritað á dögunum þess efnis að Hafnarfjarðarbær fái afhent til leigu eða kaups 1.200-1.500 m2 húsnæði undir nýtt bókasafn í nýjum miðbæjarkjarna sem mun rísa á Strandgötu 26-30 og tengjast núverandi Verslunarmiðstöð að Fjarðargötu 13-15.

LaekurinnForsida1

26. jan. 2021 : Hingað kemur yndislegt og áhugavert fólk

Lækur, athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda, flutti nýlega í Staðarberg 6. Þar er glæsilegt, hentugt og stórt húsnæði á einni hæð og því með betra aðgengi, líka fyrir hjólastóla og næg bílastæði fyrir framan.

SkardshlidinSumar020_2

22. jan. 2021 : Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði að seljast upp

Á árinu 2020 var úthlutað 24 lóðum í Skarðshlíðarhverfi undir 38 íbúðir og í 1. áfanga í Hamranesi 8 fjölbýlishúsalóðum fyrir alls 296 íbúðir. Allar einbýlishúsalóðir Skarðshlíðar eru seldar og hver að verða síðastur til að tryggja sér lóð undir sérbýli á svæðinu. Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag voru samþykktar umsóknir um 14 lóðir. 

HFJ_060820-14

21. jan. 2021 : Forvarnarnám gegn sjálfsskaða og sjálfsvígum

Píeta samtökin, í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og samstarfsaðila í Litháen og á Írlandi, fengu nýlega 25 milljóna króna styrk í gegnum Erasmus+ menntaáætlun ESB til þess að yfirfæra og þróa áfram námsefni og reynsluprófa námskeið fyrir 13-14 ára ungmenni.

InnritunGrunnskoli2020

20. jan. 2021 : Innritun nemenda í grunnskóla haustið 2021

Opnað hefur verið fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla í Hafnarfirði haustið 2021 og er fyrsta viðmið um umsóknarfrest 1. febrúar. Grunnskólar Hafnarfjarðarbæjar eru opnir öllum börnum óháð búsetu í bænum og eru foreldrar hvattir til að kynna sér starfsemi skólanna.

StodumatJan2021

19. jan. 2021 : Bjóða öllum skólum landsins nýtt matstæki

Frá haustdögum 2016 hafa sveitarfélögin Árborg, Hafnarfjörður og Reykjanesbær verið í faglegu samstarfi um þýðingu og staðfæringu á stöðumatstæki sem nýtist skólum til að leggja mat á námshæfni, þekkingu og reynslu nemenda af erlendum uppruna á þeirra tungumáli. Í lok ársins 2018 bættist síðan Fellaskóli í Reykjavík inn í samstarfið.

Síða 1 af 2