Fréttir
Sh-36

22. júl. 2021 : Mikil ánægja meðal foreldra barna á frístundaheimilum

Árlega svara foreldrar og forráðamenn þeirra barna sem nýta sér þjónustuna ánægjukönnun um starfsemina. Á vormánuðum var könnun send á foreldra 890 barna og var svarhlutfallið 88,52%. Niðurstöður könnunar eru ánægjulegar og starfsfólki og stjórnendum heimilanna á sama tíma hrós og hvatning til að gera enn betur.

Snyrtilegt-blom

21. júl. 2021 : Snyrtileikinn 2021 - tilnefningar

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku.

HFJ_-72-vef

20. júl. 2021 : Trjágróður og skjólveggir við lóðamörk

Garðyrkjustjóri og umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar vilja minna bæjarbúa á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga varðandi trjágróður við lóðamörk og byggingu grindverka og skjólveggja.

IMG_8157

20. júl. 2021 : Nýtt salernishús við Hvaleyrarvatn

Í lok maí var nýtt hús, sem hýsir hvorutveggja salerni og aðstöðu til uppvasks og áfyllingar á vatni, tekið í notkun við sunnanvert Hvaleyrarvatn, fyrir neðan skátaskálann Skátalund. Salernishúsið er samstarfsverkefni St. Georgsgildisins í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæjar og er öllum opið frá kl. 8-22 alla daga.

19. júl. 2021 : Svenný - Skapandi sumarstörf

Unga tónskáldið og söngvarinn Sveinn Ísak Kristinsson, betur þekktur undir listamannsnafninnu, Svenný, hefur spilað heillandi og ljúfa tóna víðsvegar um Hafnarfjörð í sumar á svokölluðum pop-up tónleikum. Svenný spilar á píanó ásamt því að syngja frumsamin lög. Hún hefur haldið stutta tónleika, sem eru hvað oftast í rétt um hálfan klukkutíma, fyrir íbúa og gesti bæjarins í almenningsgörðum, á kaffihúsum, Bókasafni Hafnarfjarðar og hjúkrunarheimilum.

HFJ_060820-15

15. júl. 2021 : Skráning á frístundaheimili skólaárið 2021-2022

Frístundaheimilin í Hafnarfirði eru í boði fyrir börn í 1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Hlutverk þeirra er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur með m.a. hópastarfi, smiðjum, útiveru og vali.

Skilnadur3

15. júl. 2021 : Tilraunaverkefni um sérhæfða skilnaðarráðgjöf framlengt

Félagsmálaráðuneyti hefur ákveðið að framlengja tilraunaverkefnið Samvinna eftir skilnað (SES) til júní 2022. SES er annars vegar rafrænn fræðsluvettvangur fyrir foreldra í skilnaðarferli og hins vegar sérhæfð skilnaðarráðgjöf á vegum félagsþjónustu sveitarfélaga. 

14. júl. 2021 : BROSTU-regnbogabraut á Strandgötunni

Á Strandgötunni, milli Bókasafnsins og Bæjarbíós, má finna BROSTU-regnbogabraut. Verkið er unnið í samstarfi við Heilsubæinn Hafnarfjörð og er ætlað að gleðja augað og minna okkur á það einfalda en jafnframt áhrifaríka ráð, að brosa.

13. júl. 2021 : Höfgar Nauðir – Skapandi sumarstörf

Listakonan og aðgerðarsinninn, Þorbjörg Signý Ágústsson, hefur á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði, unnið að innsetningarverkinu Höfgar Nauðir, sem snertir djúpt á mikilvægum málefnum varðandi aðstöðu kvenna hérlendis.

IMG_8088

12. júl. 2021 : Heimboð og heimsóknir við útskrift úr leikskóla

Útskrift úr leikskóla er stór stund enda yfirleitt um að ræða fyrstu útskriftina og merkan áfanga í lífinu. Hefð hefur skapast fyrir því að útskriftarhópar m.a. frá leikskólanum Hlíðarenda heimsæki bæjarstjóra í ráðhús Hafnarfjarðar með spurningar og vangaveltur um lífið og tilveruna.

IMG_9686

9. júl. 2021 : Áhersla á gleði og uppbyggingu innviða sumarið 2021

Í lok maí samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar áætlun um eftirfylgni og áframhaldandi aðgerðir vegna Covid19 fyrir sumarið 2021 sem tekur til stuðnings við íbúa og atvinnulíf í Hafnarfirði og þess að styrkja grunnstoðir bæjarins. Áætlun tók til aukins fjölda sumarstarfa, örstyrkja og eflingu menningar og lista í Hafnarfirði sumarið 2021 og til fjölbreyttra framkvæmda í bænum sem bjóða upp á ýmiskonar atvinnutækifæri.

Síða 1 af 20