Fréttir
VertuMed

2. mar. 2021 : Börn af erlendum uppruna og íþróttir - vertu með!

 ÍSÍ og UMFÍ vilja vekja athygli á bæklingi sem gefinn var út árið 2019 og endurútgefinn 2021. Markmið bæklingsins er að ná betur til foreldra barna og ungmenna af erlendum uppruna og fræða þau um kosti þess að börn og ungmenni séu þátttakendur í skipulögðu íþróttastarfi á Íslandi.

1. mar. 2021 : Bjartir dagar 2021 - óskað eftir hugmyndum

Óskað er eftir hugmyndum að dagskrá Bjartra daga sem haldnir verða dagana 21.-25. apríl.

VeistuSvarid2021

1. mar. 2021 : Víðistaðaskóli vann í Veistu svarið 2021

Æsispennandi úrslitakeppni í spurningarkeppni grunnskólanna Veistu svarið? fór fram í Bæjarbíói í síðustu viku þar sem lið Áslandsskóla og Víðistaðaskóla öttu kappi um efstu tvö sætin. Keppnin hefur til þessa farið fram rafrænt en úrslitakeppnin fór fram í Bæjarbíói og er óhætt að segja að spennustigið hafi verið hátt og keppnin mikil. 

1. mar. 2021 : Jarðskjálftar: Krjúpa, skýla, halda

Nokkuð sterk jarðskjálftahrina hefur gengið yfir á Reykjanesi síðustu daga og viku. Af því tilefni er almenningur hvattur til þess að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta þannig að sem flestir og helst allir séu meðvitaðir um rétt viðbrögð. Áhersla er lögð á að undirbúa fólk undir það sem mögulega gæti gerst.   

StyrkirRaduneyti

26. feb. 2021 : Umsóknarfrestur framlengdur til 15 apríl

Umsóknarfrestur vegna sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn sem koma frá tekjulægri heimilum hefur verið framlengdur til 15. apríl 2021.  Styrkurinn er veittur grunnskólabörnum sem fædd eru á árunum 2005-2014. 

Hn11

26. feb. 2021 : Sjö þróunarreitir lausir til umsóknar í Hamranesi

Hafnarfjarðarbær óskar eftir þróunaraðilum til að taka þátt í áframhaldandi þróun í Hamranesi. Um er að ræða sjö þróunarreiti fyrir um 60 íbúðir á reit á austursvæðinu, sunnan Hringhamars. Skilafrestur umsókna er til og með 8. mars 2021.  

24. feb. 2021 : Jarðskálftar: Varnir og viðbúnaður

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra minnir fólk á viðbrögð og varnir gegn jarðskjálfta og einnig á viðbrögð eftir jarðskjálfta. Hægt er að lesa nánar á almannavarnir.is

HafnarfjordurAslandid

24. feb. 2021 : Viðbrögð við og eftir jarðskjálfta - af gefnu tilefni

Sterk jarðskjálftahrina gengur nú yfir Reykjanes og höfuðborgarsvæðið. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur fólk til þess að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta.

 

23. feb. 2021 : Covid19 - létt á takmörkunum í skólastarfi frá 24. febrúar

Almennt verður heimilaður hámarksfjöldi nemenda 150 í hverju rými og blöndun milli sóttvarnahólfa heimil á öllum skólastigum.

23. feb. 2021 : Covid19 - fjöldatakmörk verða 50 manns frá 24. febrúar

Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns samkvæmt nýjum reglum um samkomutakmarkanir sem taka gildi 24. febrúar.

22. feb. 2021 : Frítt í sund í vetrarfríi

Frítt er í sund í Hafnarfirði í vetrarfríi grunnskólanna dagana 22.-23. febrúar.

Síða 1 af 6