Fréttir
10. júl. 2020 : Tennisíþróttin fær byr undir vængi

Nýtt tennisfélag í Hafnarfirði, TFH, var stofnað í vetur. Íþróttin er í vexti í bænum og nýlega fengu útivellir á Víðistaðatúni andlitsupplyftingu.

8. júl. 2020 : Malbikun á Reykjanesbraut í Hafnarfirði 8. júlí

Vegna malbikunarframkvæmda á suður akbraut Reykjanesbrautar milli Strandgötubrúar og Krýsuvíkurgatnamóta í dag, verður umferð frá Keflavík til Reykjavíkur færð á hjáleið um Krýsuvíkurgatnamót og Ásbraut.

HFJ_AMMA_HOFI-13

7. júl. 2020 : Húsfyllir á hafnfirska forsýningu á Ömmu Hófí

Húsfyllir var á hafnfirska forsýningu kvikmyndarinnar Ömmu Hófí í Bæjarbíói í kvöld. Í ljósi þess að myndin var að öllu leyti tekin upp í Hafnarfirði ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Bæjarbíó og framleiðendur myndarinnar að bjóða þeim sem tóku þátt í gerð hennar í Hafnarfirði; fyrirtækjum og einstaklingum sem og bæjarstjórn, starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og heilsueflandi hópi hafnfirskra eldri borgara til forsýningar á myndinni á heimavelli.

Austurgata2

6. júl. 2020 : Austurgatan með söguskilti og sögugöngu í Wappinu

Heilsubærinn Hafnarfjörður og og Wapp - Walking app hafa samstarf um birtingu gönguleiða í Hafnarfirði í leiðsagnarappinu Wappinu. Ný ganga var sett í loftið 17. júní síðastliðinn, og er hér um að ræða áhugaverða sögugöngu um Austurgötuna. 

IdaJensdottir2020

6. júl. 2020 : Starfsemi í nýsköpunarstofu fer vel af stað

Sumarstörfum fyrir námsfólk og frumkvöðla milli námsanna, 18 ára og eldri, var fjölgað til muna í sumar og hefur hluti hópsins hreiðrað um sig í nýsköpunarstofu í Menntasetrinu við Lækinn.

67174116_1048470135360385_2752055961983123456_o

3. júl. 2020 : Sameiginlegur plokkdagur vinnuskólanna

Þann 7. júlí mun Vinnuskóli Hafnarfjarðar halda í samstarfi við Vinnuskóla Kópavogs sameiginlegan plokkdag. Markmiðið er að skila bæjunum fallegum og hreinum.

BerglindGudmundsdottir_1593600536371

3. júl. 2020 : Snyrtileikinn mikil hvatning

Hjá Hafnarfjarðarbæ stendur nú yfir árleg leit eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð garða, gatna, opinna svæða og lóða í Hafnarfirði. Veittar eru viðurkenningar fyrir fallegasta garðinn, fallegustu götuna og snyrtilegustu stofnanalóðina eða atvinnusvæðið.

Á ferdalag.is er hægt að sjá hvaða fyrirtæki í Hafnarfirði taka á móti Ferðagjöfinni

1. júl. 2020 : Ferðagjöf til þín

Allir einstaklingar 18 ára og eldri hafa fengið Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr. frá stjórnvöldum. Á ferdalag.is er hægt að sjá hvaða fyrirtæki taka á móti Ferðagjöfinni.

1. júl. 2020 : Umsóknir um menningarstyrki

Styrkir til verkefna, viðburða og samstarfs. 

1. júl. 2020 : Leiðbeiningar um heimsóknir vegna Covid19

Til að gæta fyllsta öryggis og í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp vegna innanlandssmita og mögulegrar hópsýkingar á höfuðborgarsvæðinu hefur Hafnarfjarðarbær ákveðið að gefa út tilmæli um heimsóknir í þjónustuíbúðir fyrir aldraða, á hjúkrunarheimili og búsetukjarna fyrir fatlað fólk gagngert til að vernda okkar viðkvæmustu hópa.

RafraenBirting-skjala

1. júl. 2020 : Rafræn birting greiðsluseðla – nýtt fyrirkomulag

Allir greiðsluseðlar frá Hafnarfjarðarbæ verða frá og með 1. ágúst nk. eingöngu birtir rafrænt. Seðlarnir verða aðgengilegir undir netyfirliti/rafrænum skjölum í netbanka. Samhliða birtingu seðlanna stofnast krafa í netbanka.

Síða 2 af 26