FréttirHafnafjordur_Jol_Web-27

27. nóv. 2020 : Jólin hefjast í Hafnarfirði á morgun

Síðan 2003 hefur Jólaþorpið í Hafnarfirði á Thorsplani í Hafnarfirði heillað landsmenn jafnt sem þá ferðamenn sem þangað hafa ratað. Jólaþorpið verður opið allar helgar á aðventunni frá kl. 13-18 og verður stemningin í ár afar hlýleg og hugguleg.

Bókasafn Hafnarfjarðar framhlið

27. nóv. 2020 : Nútímalegt bókasafn rís í Hafnarfirði

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag fyrirliggjandi hugmyndir um að flytja Bókasafn Hafnarfjarðar úr núverandi húsnæði að Strandgötu 1 í nýtt húsnæði að Strandgötu 26-30. Skrifað hefur verið undir skuldbindandi samkomulag milli 220 Fjarðar og Hafnarfjarðarbæjar. 

JolabaerinnHafnarfjordur

26. nóv. 2020 : Hver á best skreytta húsið í Hafnarfirði?

Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar eru hvattir til þess að setja upp stóru jólagleraugun í desember og senda ábendingu um það hús í Hafnarfirði sem þeim þykir bera af í jólaskreytingunum þetta árið. Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar mun sjá um val á best skreytta húsinu. 

Jólaljós Strandgata

26. nóv. 2020 : Höfum gaman saman í Hafnarfirði - þar sem hjartað slær

Jólablað Hafnarfjarðar er að detta inn um lúgur Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar í Garðabæ og Kópavogi þessa dagana. Jólablaðið hefur þann tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir íbúum og vinum Hafnarfjarðar sem hlýlegan bæ sem hefur allt til alls þegar kemur að upplifun, verslun og þjónustu. 

140720_Hjarta_Flens_Takk-21_1606306260736

25. nóv. 2020 : Áframhaldandi uppbygging og þjónustan varin

Tillaga að fjárhagsáætlun 2021 var lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag miðvikudaginn 25. nóvember. Áætlaður rekstrarhalli A og B hluta sveitarfélagsins nemur 1.221 milljón króna á árinu 2021. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 5,5% af heildartekjum eða 1,7 milljarðar króna.

LeidbeiningarRoskunSkolastarf

25. nóv. 2020 : Röskun á skólastarfi - leiðbeiningar uppfærðar

Leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi sökum veðurs hafa verið uppfærðar og í þeim er nú unnið samkvæmt viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Leiðbeiningarnar eiga við "yngri" börn þ.e. börn yngri en 12 ára. 

Reykjanesbraut1

24. nóv. 2020 : Opnað fyrir umferð á tvöfaldri Reykjanesbraut

Umferð var hleypt á tvöfalda Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag, þar með lýkur að mestu framkvæmdum sem Vegagerðin bauð út í fyrra og hófust í maí 2019.

SkograektHafnarfjardar2020

23. nóv. 2020 : Cuxhaven-jólatréð sótt í Skógrækt Hafnarfjarðar

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar ásamt fríðu föruneyti mætti í Skógrækt Hafnarfjarðar í morgunsárið til að fella og sækja jólatré sem marka mun miðju Jólaþorpsins yfir jólahátíðina. 

IMG_8089

20. nóv. 2020 : Breytingar á grunnskólastarfi frá og með 23. nóvember

Varfærnar breytingar verða á grunnskólastarfi frá mánudeginum 23. nóvember og gilda þær til og með 1. desember nk. Við nýjar breytingar er áhersla lögð á að stíga varlega til jarðar og fara aðeins í aðgerðir eða breytingar sem tala í takti við sóttvarnarreglur heilbrigðisyfirvalda. Framkvæmdin er samræmd fyrir grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar. 

IMG_8063

19. nóv. 2020 : Faglegt grunnskólastarf kallar á öflugt samstarf allra

Mat á skólastarfi er virkur þáttur í starfi grunnskólanna og mikilvægt innlegg í þróun skólastarfsins og mörkun umbótaverkefna innan hvers skóla. Nú liggja fyrir niðurstöður viðhorfskannana Skúlapúlsins 2020. 

Hfj-19-07-09-16942

19. nóv. 2020 : Mikil jákvæðni gagnvart hafnfirsku leikskólastarfi

Meginniðurstöður sýna að foreldrar leikskólabarna í Hafnarfirði virðast almennt jákvæðir gagnvart hafnfirsku leikskólastarfi. Hlutfall foreldra sem eru ánægðir með leikskólann hefur farið hækkandi frá því að fyrsta mæling var gerð skólaárið 2017-2018. 

Síða 1 af 4