Fréttir
IthrottastarfOkt2020

26. okt. 2020 : Íþróttastarf barna og ungmenna - næstu skref

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við ÍSÍ og almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hafa tekið þá ákvörðun um að heimila börnum fædd 2004 og eldri að hefja æfingar í þróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna og félaganna frá og með 26. október n.k. Íþrótta- og tómstundastarf og sundkennsla barna fædd 2005 og síðar mun hefjast 3. nóvember næstkomandi.

Jolaljos_1570441139964

23. okt. 2020 : Jólabærinn Hafnarfjörður klæðir sig í jólafötin

Jólabærinn Hafnarfjörður er á leiðinni í jólafötin þessa dagana og hefur unnið að verkefninu síðustu daga og mun halda því áfram fram að jólum. Ákveðið var að setja jólaljósin snemma upp í ár í ljósi alls og eru íbúar hér með hvattir til að gera slíkt hið sama. Nú þegar hafa jólaljós verið sett upp á nokkrum fjölförnum stöðum í bænum með það fyrir augum að gleðja augað og andann og lýsa upp skammdegið. Jólabærinn Hafnarfjörður er við það að detta í jólagírinn!

21. okt. 2020 : Njótum útivistar í vetrarfríinu

Heilsubærinn Hafnarfjörður hefur tekið saman hugmyndir að fjölmörgu sem fólk getur tekið sér fyrir hendur í vetrarfríinu.

HFJ_-16

19. okt. 2020 : Sundlaugar og söfn lokuð áfram

Öll íþróttakennsla mun fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Skólasund fellur niður.

VandisSvavars

19. okt. 2020 : Covid19: Áfram takmarkanir til og með 10. nóvember

Reglugerðir heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi þriðjudaginn 20. október hafa verið staðfestar og verða birtar í Stjórnartíðindum í dag 19. október. Reglugerðirnar gilda til og með 10. nóvember. Annars vegar er ný reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og hins vegar breyting á reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna farsóttar. 

Bb7

19. okt. 2020 : Börnin skapa og skemmta sér á Bóka- og bíóhátíð

Hafnfirskir skólar eru að fara öðruvísi og skapandi leiðir við framkvæmd verkefna í tengslum við Bóka- og bíóhátíð barnanna í ár en hátíðin stóð yfir síðustu vikuna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Hátíðin í ár einkennist ekki síst af skapandi hugsun og öðruvísi skemmtiheitum.

FraedslugattOpnud

19. okt. 2020 : Fræðslugátt Menntamálastofnunar opnuð

Menntamálastofnun hefur opnað fræðslugátt. Á vefnum er að finna rafrænt námsefni Menntamálastofnunar, upplýsingar um efni á vegum RÚV og annað efni sem nýst getur skólasamfélaginu.

Birki7

16. okt. 2020 : Söfnum og sáum birkifræi meðan fræ er að finna

Í haust er biðlað til landsmanna að safna birkifræi og dreifa á völdum, beitarfriðuðum svæðum í öllum landshlutum. Skógræktin og Landgræðslan hafa tekið höndum saman um þetta átak og óska eftir stuðningi landsmanna við að breiða birkiskóga landsins út. 

LeikskolaborninOkkar

15. okt. 2020 : Heilræði á tímum kórónuveiru

Embættis landlæknis hefur tekið saman tíu heilræði sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan.

Unicef-FyrirOllBorn

15. okt. 2020 : Óskað eftir þátttöku barna í könnun um réttindi þeirra

Evrópusambandið (ESB) óskar eftir þátttöku barna og ungmenna á aldrinum 11 – 17 ára í könnun um réttindi þeirra en í undirbúningi eru tvö stór verkefni fyrir börn og ungmenni. 

Skak

14. okt. 2020 : Skákmót á netinu fyrir alla skóla í Hafnarfirði

Heilsubærinn Hafnarfjörður hefur ákveðið að blása að nýju til sóknar í skákinni og halda áfram þar sem frá var horfið í vor. Frá og með laugardeginum 17. október verður boðið upp á netskákmót fyrir alla krakka á grunnskólaaldri á laugardögum kl. 11. Mun þetta gilda í það minnsta á meðan aðrar íþróttir/tómstundir hjá nemendum liggja niðri.

Síða 1 af 3