janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnareglna stjórnvalda til varnar COVID-19. Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki.
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi laugardaginn 31. október. Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að ganga að tilboði HSV eignarhaldsfélags slhf. í 15,42% eignarhlut bæjarins í HS Veitum fyrir 3,5 milljarða króna. Undirbúningur að sölu hlutabréfanna í HS Veitum hófst með samþykkt bæjarráðs í apríl.
Laugardaginn 31. október er hrekkjavaka sem sífellt hefur notið meiri vinsælda hér á landi og víða hefur skapast sú hefð að börn gangi í hús með „grikk eða gott". Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að halda upp á hrekkjavökuna með börnum sínum með öðru sniði í ár.
Á tímum Covid19 hefur reynt duglega á fjölmennan hóp sem skipar framvarðasveit í menntamálum hér í Hafnarfirði. Þriðja bylgja smita og sóttvarnaaðgerða stendur nú sem hæst. Grunnskólar hafa ekki þurft að loka en starfsfólk skiptist í hólf á kaffistofum eftir námsstigum og foreldrar mega ekki fara inn í skólana.
Í samningum íþróttafélaga í Hafnarfirði við Hafnarfjarðarbæ er ákvæði um að þeir sem starfa í íþróttahreyfingunni skulu sækja námskeið um barnavernd í boði sveitarfélagsins. Samið var við Barnaheill um að sjá um þetta námskeið í ár og fór rafrænt námskeið fram um miðjan mánuð. Hátt í 70 starfsmenn íþróttafélaganna tóku þátt.
Nú þegar dag er tekið að stytta er nauðsynlegt að minna á mikilvægi þess að vera með endurskinsmerki eða endurskin á fatnaði og gott ljós á öllum farartækjum. Heilsubærinn Hafnarfjörður færir öllum 6 ára börnum endurskinsmerki að gjöf.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við ÍSÍ og almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hafa tekið þá ákvörðun um að heimila börnum fædd 2004 og eldri að hefja æfingar í þróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna og félaganna frá og með 26. október n.k. Íþrótta- og tómstundastarf og sundkennsla barna fædd 2005 og síðar mun hefjast 3. nóvember næstkomandi.
Jólabærinn Hafnarfjörður er á leiðinni í jólafötin þessa dagana og hefur unnið að verkefninu síðustu daga og mun halda því áfram fram að jólum. Ákveðið var að setja jólaljósin snemma upp í ár í ljósi alls og eru íbúar hér með hvattir til að gera slíkt hið sama. Nú þegar hafa jólaljós verið sett upp á nokkrum fjölförnum stöðum í bænum með það fyrir augum að gleðja augað og andann og lýsa upp skammdegið. Jólabærinn Hafnarfjörður er við það að detta í jólagírinn!
Heilsubærinn Hafnarfjörður hefur tekið saman hugmyndir að fjölmörgu sem fólk getur tekið sér fyrir hendur í vetrarfríinu.
Öll íþróttakennsla mun fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Skólasund fellur niður.