Fréttir
Víðistaðaskóli fékk grænfánan afhentan í fimmta sinn

16. sep. 2020 : Víðistaðaskóli fagnar 50 ára afmæli!

Víðistaðaskóli fagnar í dag 50 ára afmæli skólans en skólinn var stofnaður þann 16. september 1970 sem var fyrsti skóladagur nemenda í nýjum heimaskóla fyrir nemendur í norðurbæ og vesturbæ Hafnarfjarðar. Víðistaðaskóli var þá þriðji grunnskóli Hafnarfjarðar. 

VeljumGraenuLeidina2020

16. sep. 2020 : Evrópska samgönguvikan 2020 er hafin!

Evrópsk samgönguvika hefst í dag, á Degi íslenskrar náttúru og nú í ár undir yfirskriftinni „Veljum grænu leiðina“. Samgönguvikan, sem hefur þann mikilvæga tilgang að hvetja til vistvænna samgangna,  stendur yfir dagana 16. - 22. september næstkomandi. Í ár er sjónum einkum beint að þeirri jákvæðu þróun að æ fleiri ferðist milli staða á vistvænan hátt og þannig hefur fjöldi þeirra sem nota aðra samgöngumáta en einkabílinn aukist. 

Fjoluhlid-Steinahlid-opinn-leikvollur-1-sept.-2020

16. sep. 2020 : Vegferð viðhalds og endurnýjunar heldur áfram

Endurbætur á opnum leikvelli í Mosahlíð voru að klárast í vikunni þar sem sett var nýtt fallvarnarlag og gervigras, nýtt gormatæki og þökulagt í kringum svæðið. Á næstu dögum taka við endurbætur á opnu leiksvæði í Blikaási og er ráðgert að endurbótum þar ljúki í síðasta lagi í næstu viku. Vegferð sveitarfélagsins við viðhald og endurnýjun opinna leiksvæða heldur áfram.

20200905_131501

15. sep. 2020 : Vaskur hópur ungmenna gekk Fimmvörðuháls

Fyrstu helgina í september gekk vaskur hópur nemenda úr Öldutúnsskóla yfir Fimmvörðuháls. Alls voru þetta 32 nemendur úr 8.-10. bekk ásamt fimm fararstjórum. Þetta er í fimmta sinn sem skólinn býður upp á svokallað „Fimmvörðuhálsval“ og var þetta langstærsti hópurinn til þessa.

Eloomi3Forsida

14. sep. 2020 : Nýtt fræðslukerfi fyrir starfsfólk sveitarfélagsins

Hafnarfjarðarbær hefur opnað nýtt fræðslukerfi – Eloomi - fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins. Mikil undirbúningsvinna hefur átt sér stað undanfarna daga, vikur og mánuði með aðkomu fagaðila á fjölbreyttu sviði og er það von allra hlutaðeigandi, sem tekið hafa þátt í mótun, þróun og uppbyggingu kerfisins að það marki nýtt upphaf í fræðslumálum innan sveitarfélagsins.

Huastsyning2019

11. sep. 2020 : Haustsýning Hafnarborgar - kallað eftir tillögum

Eins og undanfarin ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að sýningu í Hafnarborg haustið 2021. Sýningin Villiblómið sem nú stendur yfir í safninu var valin úr athyglisverðum tillögum sem sendar voru inn á síðasta ári. Frestur til að skila inn tillögum rennur út á miðnætti sunnudaginn 25. október 2020.

Suðurbæjarlaug

11. sep. 2020 : Suðurbæjarlaug opnar á ný

Fastagestir Suðurbæjarlaugar geta nú tekið gleði sína á ný en laugin verður opnuð að nýju eftir nokkurra vikna lokun vegna viðhaldsframkvæmda. Sundlaugin opnar á laugardaginn 12. september kl. 8 og verður opin á sama tíma og áður, á virkum dögum og um helgar.

Vefumferd2020

10. sep. 2020 : Umferð um vef bæjarins hefur stóraukist

Unnin hefur verið greining á umferð á vef Hafnarfjarðarbæjar á fyrri hluta ársins 2020. Í stuttu máli má segja að umferð um vefinn hefur stóraukist og sprenging orðið í lestri á fréttum. Þetta hefur verið óvenjulegt ár fyrir margra hluta sakir og áhrif Covid19 eru bersýnileg á vefnum eins og annars staðar. 

SkardshlidHfj1Hopurinn

10. sep. 2020 : Stilla saman strengi í Skarðshlíð

Í haust eru tvö ár liðin síðan fyrsti áfangi Skarðshlíðarskóla var afhentur Hafnarfjarðarbæ og kennsla gat hafist grunnskólanum. Í ágúst í fyrra opnaði Skarðshlíðarleikskóli í sömu byggingu og í vetur bætist við útibú Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og glæsilegt íþróttahús. Nú þegar er komin góð reynsla af samstarfinu á leik- og grunnskólastigi og mikil tilhlökkun ríkir með tækifærin sem fylgja því að bæta tónmenntakennslu í flóruna.

Dale-3-5AraHFJ

8. sep. 2020 : Dale Carnegie fyrir ungt fólk í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær hefur samið við Dale Carnegie um þjálfun á ungu fólki. Námskeiðið verður haldið í Menntasetrinu við Lækinn og er fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 15 ára (8. til 10. bekk) búsett í Hafnarfirði. Ókeypis kynningartímar eru í boði bæði staðbundnir og Live Online á netinu.

Arnarhraun50

7. sep. 2020 : Fleiri íbúar flytja inn í sex sérbýla kjarna að Arnarhrauni

Tveir íbúar til viðbótar hafa nú flutt inn á nýjan búsetukjarna að Arnarhrauni en fyrstu tveir fluttu inn á fallegum sumardegi um miðjan ágúst. Arnarhraunið mun fullbúið hýsa heimili fyrir sex einstaklinga og munu síðustu tveir flytja inn um áramót. Allir þessir íbúar eru að flytja að heima í fyrsta skipti og draumur þeirra um sjálfstæða búsetu því orðinn að veruleika.

Síða 2 af 3