Fréttir
24. sep. 2020 : Ný útgáfa af skóladagatölum

Mikill kraftur og vinnugleði einkenndi nemendahópinn sem kom til starfa hjá bænum í sumar í gegnum sumaratvinnuátak Hafnarfjarðarbæjar og Vinnumálastofnunar. Áhersla var m.a. lögð á það að nýta krafta þeirra í lítil og stór verkefni sem skipta miklu máli í stóra samhenginu og eru til þess fallin að bæta og auðvelda þjónustu sveitarfélagsins og upplýsingagjöf.

23. sep. 2020 : Viltu losna við grenitré úr þínum garði?

Líkt og undanfarin ár býðst Hafnarfjarðarbær til að fjarlægja grenitré úr heimagörðum íbúa, þeim að kostnaðarlausu. Leit stendur yfir að grenitrjám sem lokið hafa sínu hlutverki hjá garðeigendum og hægt væri að koma fallega fyrir á opnum svæðum á aðventunni.

NordurbakkinnUtivist2

21. sep. 2020 : Undanfari uppbyggingar á Norðurbakka

Framkvæmd við lokafrágang á Norðurbakkasvæðinu má skipta upp í fjóra áfanga og felur heildarframkvæmdin í sér undirbúning og frágang út frá umhverfis- og öryggissjónarmiðum áður en endanlegur frágangur á yfirborði tekur við. Fyrstu framkvæmdir hefjast haust - vetur 2020. Útboð fyrsta áfanga verkefnisins er nú komið í auglýsingu.

Hafnarfjörður loftmynd

18. sep. 2020 : Hreinsun atvinnusvæða 18.-28. september

Við skorum á stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja í Hafnarfirði að taka til hendinni við hreinsun innan lóða og bjóðum upp á gáma fyrir timbur og járn á þremur stöðum í bænum.

UtskriftHeilsueflingSept2020

18. sep. 2020 : Formleg útskrift úr fjölþættri heilsueflingu 65+

Formleg útskrift úr verkefninu Fjölþætt heilsuefling 65+ í Hafnarfirði – leið að farsælum efri árum á vegum Janusar heilsueflingar fór fram í Hafnarborg í vikunni. Geislandi hópur þátttakenda sem lokið hafa þessu tveggja ára verkefni mættu til útskriftar, tóku á móti útskriftarskírteini og samfögnuðu með hópnum sem æft hefur saman undir handleiðslu Janusar Guðlaugssonar og hans öfluga teymis. 

Víðistaðaskóli fékk grænfánan afhentan í fimmta sinn

16. sep. 2020 : Víðistaðaskóli fagnar 50 ára afmæli!

Víðistaðaskóli fagnar í dag 50 ára afmæli skólans en skólinn var stofnaður þann 16. september 1970 sem var fyrsti skóladagur nemenda í nýjum heimaskóla fyrir nemendur í norðurbæ og vesturbæ Hafnarfjarðar. Víðistaðaskóli var þá þriðji grunnskóli Hafnarfjarðar. 

VeljumGraenuLeidina2020

16. sep. 2020 : Evrópska samgönguvikan 2020 er hafin!

Evrópsk samgönguvika hefst í dag, á Degi íslenskrar náttúru og nú í ár undir yfirskriftinni „Veljum grænu leiðina“. Samgönguvikan, sem hefur þann mikilvæga tilgang að hvetja til vistvænna samgangna,  stendur yfir dagana 16. - 22. september næstkomandi. Í ár er sjónum einkum beint að þeirri jákvæðu þróun að æ fleiri ferðist milli staða á vistvænan hátt og þannig hefur fjöldi þeirra sem nota aðra samgöngumáta en einkabílinn aukist. 

Fjoluhlid-Steinahlid-opinn-leikvollur-1-sept.-2020

16. sep. 2020 : Vegferð viðhalds og endurnýjunar heldur áfram

Endurbætur á opnum leikvelli í Mosahlíð voru að klárast í vikunni þar sem sett var nýtt fallvarnarlag og gervigras, nýtt gormatæki og þökulagt í kringum svæðið. Á næstu dögum taka við endurbætur á opnu leiksvæði í Blikaási og er ráðgert að endurbótum þar ljúki í síðasta lagi í næstu viku. Vegferð sveitarfélagsins við viðhald og endurnýjun opinna leiksvæða heldur áfram.

20200905_131501

15. sep. 2020 : Vaskur hópur ungmenna gekk Fimmvörðuháls

Fyrstu helgina í september gekk vaskur hópur nemenda úr Öldutúnsskóla yfir Fimmvörðuháls. Alls voru þetta 32 nemendur úr 8.-10. bekk ásamt fimm fararstjórum. Þetta er í fimmta sinn sem skólinn býður upp á svokallað „Fimmvörðuhálsval“ og var þetta langstærsti hópurinn til þessa.

Eloomi3Forsida

14. sep. 2020 : Nýtt fræðslukerfi fyrir starfsfólk sveitarfélagsins

Hafnarfjarðarbær hefur opnað nýtt fræðslukerfi – Eloomi - fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins. Mikil undirbúningsvinna hefur átt sér stað undanfarna daga, vikur og mánuði með aðkomu fagaðila á fjölbreyttu sviði og er það von allra hlutaðeigandi, sem tekið hafa þátt í mótun, þróun og uppbyggingu kerfisins að það marki nýtt upphaf í fræðslumálum innan sveitarfélagsins.

Huastsyning2019

11. sep. 2020 : Haustsýning Hafnarborgar - kallað eftir tillögum

Eins og undanfarin ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að sýningu í Hafnarborg haustið 2021. Sýningin Villiblómið sem nú stendur yfir í safninu var valin úr athyglisverðum tillögum sem sendar voru inn á síðasta ári. Frestur til að skila inn tillögum rennur út á miðnætti sunnudaginn 25. október 2020.

Síða 1 af 2