Fréttir30. sep. 2020 : Sérstök aðgát í íþróttahúsum sveitarfélagsins til 12. október

Nú miða allar framkvæmdir og aðgerðir að því að tryggja m.a. að skóla- og tómstundastarf barna og þar með talið íþróttastarf haldist óskert.

Veldu

29. sep. 2020 : Vímuefnafræðslan VELDU fyrir ungmennin okkar

Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Heilsulausnir mun á næstu vikum bjóða nemendum í 9. og 10. bekkjum í grunnskólum Hafnarfjarðar upp á vímuefnafræðsluna Veldu með það fyrir augum að upplýsa ungmennin okkar um skaðsemi vímuefna og ávanabindingu samhliða því að styrkja sjálfsmynd þeirra. Foreldrum mun standa til boða fjarfræðsla þar sem hægt er að komast í beint samband við fræðarana. 

28. sep. 2020 : Styrkir úr sjóði Friðriks og Guðlaugar

Stjórn sjóðs Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki til að efla tónlistarlíf í Hafnarfirði.

MogMforsida

28. sep. 2020 : Músik og mótor sameina ungmenni

Mótorhúsið er félagsmiðstöð fyrir 13-20 ára ungmenni með aðstöðu fyrir viðgerðir og viðhald á ýmsum farartækjum. Í sama húsnæði er einnig tónlistarsmiðjan Músikheimar, þar sem sett hafa verið upp stúdíó til æfinga og upptöku fyrir ungt og efnilegt tónlistarfólk. 

IMG_4672

25. sep. 2020 : 30 leikskólastarfsmenn á námsstyrk

Frá árinu 2015 hefur starfsfólk í leikskólum bæjarins fengið námsstyrki frá Hafnarfjarðarbæ til þess að stunda nám í leikskólakennarafræðum. Framkvæmdin og framtakið hefur það mikilvæga markmið að auka hlutfall fagmenntaðra í leikskólum sveitarfélagsins og þar með í hópi leikskólakennara. Þrjátíu starfsmenn þiggja námsstyrk skólaárið 2020-2021.   

24. sep. 2020 : Ný útgáfa af skóladagatölum

Mikill kraftur og vinnugleði einkenndi nemendahópinn sem kom til starfa hjá bænum í sumar í gegnum sumaratvinnuátak Hafnarfjarðarbæjar og Vinnumálastofnunar. Áhersla var m.a. lögð á það að nýta krafta þeirra í lítil og stór verkefni sem skipta miklu máli í stóra samhenginu og eru til þess fallin að bæta og auðvelda þjónustu sveitarfélagsins og upplýsingagjöf.

23. sep. 2020 : Viltu losna við grenitré úr þínum garði?

Líkt og undanfarin ár býðst Hafnarfjarðarbær til að fjarlægja grenitré úr heimagörðum íbúa, þeim að kostnaðarlausu. Leit stendur yfir að grenitrjám sem lokið hafa sínu hlutverki hjá garðeigendum og hægt væri að koma fallega fyrir á opnum svæðum á aðventunni.

NordurbakkinnUtivist3

21. sep. 2020 : Undanfari uppbyggingar á Norðurbakka

Framkvæmd við lokafrágang á Norðurbakkasvæðinu má skipta upp í fjóra áfanga og felur heildarframkvæmdin í sér undirbúning og frágang út frá umhverfis- og öryggissjónarmiðum áður en endanlegur frágangur á yfirborði tekur við. Fyrstu framkvæmdir hefjast haust - vetur 2020. Útboð fyrsta áfanga verkefnisins er nú komið í auglýsingu.

Hafnarfjörður loftmynd

18. sep. 2020 : Hreinsun atvinnusvæða 18.-28. september

Við skorum á stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja í Hafnarfirði að taka til hendinni við hreinsun innan lóða og bjóðum upp á gáma fyrir timbur og járn á þremur stöðum í bænum.

UtskriftHeilsueflingSept2020

18. sep. 2020 : Formleg útskrift úr fjölþættri heilsueflingu 65+

Formleg útskrift úr verkefninu Fjölþætt heilsuefling 65+ í Hafnarfirði – leið að farsælum efri árum á vegum Janusar heilsueflingar fór fram í Hafnarborg í vikunni. Geislandi hópur þátttakenda sem lokið hafa þessu tveggja ára verkefni mættu til útskriftar, tóku á móti útskriftarskírteini og samfögnuðu með hópnum sem æft hefur saman undir handleiðslu Janusar Guðlaugssonar og hans öfluga teymis. 

Síða 1 af 3