janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Í kringum 13% íbúa Hafnarfjarðarbæjar er af erlendum uppruna. Hafnarfjarðarbær hefur á undanförum árum markvisst lagt aukna áherslu á málefni innflytjenda og framundan er opnun á enskri útgáfu af vef bæjarins en Facebook síðan Living in Hafnarfjörður var opnuð í vor.
Í dag er markmiðið að allir skólar í Hafnarfirði verði heilsueflandi. Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, kennari í Hvaleyrarskóla, er í stýrihópi hjá Hafnarfjarðarbæ sem hefur látið til sín taka í þessum málum í bænum.
<<English below>> Frístundabíll Hafnarfjarðarbæjar hefur göngu sína á ný mánudaginn 31. ágúst og er öllum börnum í 1. – 4. bekk boðið upp á akstur á æfingar sem hefjast klukkan 15 og 16.
Í ljósi þess að framhaldsskólar landsins munu kenna flest sín bóklegu fög í fjarnámi, í það minnsta nú fyrst um sinn, hefur starfsfólk ungmennahússins Hamarsins að Suðurgötu 14 ákveðið að bjóða upp á aðstöðu til lærdóms. Einnig býður Bókasafn Hafnarfjarðar upp á slíka aðstöðu.
Að gefnu tilefni vill Hafnarfjarðarbær hvetja Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til að kynna sér viðbrögð við jarðskjálfta. Í ljósi skjálfta síðustu vikurnar og þá ekki síst nú síðustu vikuna er mikilvægt að allir séu meðvitaðir um rétt viðbrögð komi til frekari jarðhræringa á næstu dögum, vikum, mánuðum eða árum.
Einstaklingsbundnar sýkingavarnir eru hornsteinn þess að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19. Einstaklingsbundnar sýkingavarnir fela í sér handþvott, handsprittun, aðgerðir til að draga úr smiti við hósta og hnerra, notkun hlífðarbúnaðar og nálægðartakmörkun oft fjallað um sem tveggja metra regluna.
Nýtt og einfaldara leiðanet hjá Strætó í Hafnarfirði tók gildi fyrr í sumar þegar leið 19 og lengri leið 21 tóku við af leiðum 22, 33, 34, 43 og 44 sem hættu akstri. Nýtt fyrirkomulag ætti að henta betur fyrir stóran hóp notenda Strætó sem sækja skóla eða vinnu innan og/eða utan Hafnarfjarðar.
Ný auglýsing heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar tekur gildi 28. ágúst næstkomandi og gildir til og með 10. september. Litlar breytingar verða á þeim takmörkunum sem nú gilda.
Ný hreystibraut hefur verið sett upp á Hörðuvöllum og er brautin, sem hefur verið að byggjast upp jafnt og þétt síðustu daga og vikur, nú tilbúin fyrir hvers kyns æfingar og keppni. Allar þrautirbar eru til þess fallnar að ýta undir eflingu á úthaldi, styrk og fimi.
Að gefnu tilefni er rétt að árétta, sérstaklega nú þegar sólin skín skært, að sundlaugar Hafnarfjarðar eru enn opnar með takmörkunum og í virku gildi 2ja metra regla milli einstakling á öllum stöðum innan sundlauganna; í sundlaugum, heitum pottum, búningsklefum og alls staðar þar sem fólk kemur saman.
Golfmót starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar var haldið í blíðviðri á dögunum. Hátt í 60 starfsmenn frá fjölbreyttum starfsstöðvum sveitarfélagsins skráðu sig til leiks og léku á alls oddi.