Fréttir31. júl. 2020 : Viðbragðsstaða vegna Covid-19

<<English below>> Í kjölfar ákvörðunar yfirvalda um hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi frá og með hádegi 31. júlí 2020 hefur Hafnarfjarðarbær farið yfir þjónustu sína í samræmi við viðbragðsáætlanir. Þjónusta sveitarfélagsins helst í megin dráttum óbreytt. 

Asvallalaug

31. júl. 2020 : Takmarkanir á þjónustu sundlauga í samkomubanni

Í dag 31. júlí á hádegi taka gildi hertar aðgerðir vegna Covid-19 sem standa í í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Þessar aðgerðir hafa í för með sér breytingar á ýmissi þjónustu sveitarfélagsins m.a. í sundlaugum.

24. júl. 2020 : Sumarhátíð Vinnuskólans

Sumarhátíð Vinnuskóla Hafnarfjarðar fór fram fimmtudaginn 23. júlí í blíðskaparveðri þar sem voru saman komin á fjórða hundrað ungmenni á Víðistaðatúni.

24. júl. 2020 : Strandblakvöllur á Víðistaðatún

Í sumar hefur verið unnið við ýmsar framkvæmdir á Víðistaðatúni. Nýjasta viðbótin á Víðistaðatúni er uppsetning á strandblakneti á sandvellinum og endurnýjun á sandi þannig að núna er kominn fyrirtaks strandblakvöllur en þessi íþrótt á vaxandi fylgi að fagna hér á landi.

20. júl. 2020 : Samningur undirritaður um skóla- og frístundaakstur

Föstudaginn 17. júlí undirrituðu Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, og Pálmar Sigurðsson frá Hópbílum hf. nýjan samning um skóla- og frístundaakstur í framhaldi af útboði þar sem Hópbílar voru lægstbjóðendur. Undirritun fór fram við blómum prýdda hjartað í Strandgötunni.

Hafnarfjörður sólroði kvöld

17. júl. 2020 : Fyrst sveitarfélaga með endurvottun á jafnlaunakerfi

<<English below>> Hafnarfjarðarbær er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að fá endurvottun á jafnlaunakerfi en árið 2017 var bærinn einnig fyrst sveitarfélaga til að fá slíka vottun.

Teigabyggð opinn leikvöllur

17. júl. 2020 : Endurbætur á opnum leikvöllum

<<English below>> Í bænum eru fjölmargir leik- og sparkvellir en á ári hverju ári er unnið að viðhaldi og endurnýjun þeirra. Síðastliðnar vikur hefur m.a. verið unnið að endurbótum á opnum leikvöllum innst i Teigabyggð, Álfholti og Stekkjarhvammi.

14. júl. 2020 : Tónlistar- og bæjarhátíðin ,,Hjarta Hafnarfjarðar“ hefst í dag

Tónlistar- og bæjarhátíðin ,,Hjarta Hafnarfjarðar“ hefst í Bæjarbíói í dag. Af því tilefni vígði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri blómum prýtt hjarta í hjarta Hafnarfjarðar

10. júl. 2020 : Tennisíþróttin fær byr undir vængi

Nýtt tennisfélag í Hafnarfirði, TFH, var stofnað í vetur. Íþróttin er í vexti í bænum og nýlega fengu útivellir á Víðistaðatúni andlitsupplyftingu.

8. júl. 2020 : Malbikun á Reykjanesbraut í Hafnarfirði 8. júlí

Vegna malbikunarframkvæmda á suður akbraut Reykjanesbrautar milli Strandgötubrúar og Krýsuvíkurgatnamóta í dag, verður umferð frá Keflavík til Reykjavíkur færð á hjáleið um Krýsuvíkurgatnamót og Ásbraut.

HFJ_AMMA_HOFI-13

7. júl. 2020 : Húsfyllir á hafnfirska forsýningu á Ömmu Hófí

Húsfyllir var á hafnfirska forsýningu kvikmyndarinnar Ömmu Hófí í Bæjarbíói í kvöld. Í ljósi þess að myndin var að öllu leyti tekin upp í Hafnarfirði ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Bæjarbíó og framleiðendur myndarinnar að bjóða þeim sem tóku þátt í gerð hennar í Hafnarfirði; fyrirtækjum og einstaklingum sem og bæjarstjórn, starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og heilsueflandi hópi hafnfirskra eldri borgara til forsýningar á myndinni á heimavelli.

Síða 1 af 2