janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Í sumar er starfræktur gæsluvöllur/róló við leikskólann Hvamm að Staðarhvammi 23. Gæsluvöllurinn er fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára (fædd 2014-2018).
Um 300 hafnfirsk dorgveiðibörn á aldrinum 6-12 ára munduðu veiðarfærin á Flensborgarhöfn í blíðviðrinu í dag og kepptust þar um að veiða furðulegasta fiskinn, stærsta fiskinn og flestu fiskana. Einn og sami fiskurinn reyndist bæði furðulegastur og stærstur. Vinningshafar fengu veiðistöng og bikar að gjöf fyrir aflann og árangurinn.
Orkusalan kom færandi hendi á dögunum og afhenti Hafnarfjarðarbæ grænar greinar Orkusölunnar en verkefnið er fyrst og fremst hugsað til skemmtunar og vitundarvakningar. Væntanlegir íbúar á nýjum búsetukjarna í Hafnarfirði tóku á móti trjánum sem gróðursett verða á lóð kjarnans þegar framkvæmdum við uppbyggingu og frágang lýkur.
Vinnuskóli Hafnarfjarðar hlaut viðurkenningu í þriðja sinn sem skóli á grænni grein og fékk Grænfánann afhentan við hátíðlega athöfn fyrir framúrskarandi árangur í umhverfismálum
Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2020, Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur, kom færandi hendi á fund leikskólastjóra á dögunum og færði öllum deildum leikskóla Hafnarfjarðar bókagjöf, samtals 170 bækur.
Hefð hefur skapast fyrir því að útskriftarhópar leikskóla heimsæki bæjarstjóra með spurningar og vangaveltur um lífið og tilveruna. Í þessum hópum leynast, að eigin sögn, löggur, tannlæknar, læknar, forsetar, vísindamenn, hjúkrunarfræðingar, kennarar, bæjarstjórar og ein sem á sér þann draum að verða drottning.
<<English and Polish below>> Kjörfundur í Hafnarfirði vegna forsetakosninganna 27. júní 2020 hefst kl. 9 og lýkur kl. 22. Kjörstaðir í Hafnarfirði eru Lækjarskóli, Sólvangsvegi 4 og Víðistaðaskóli, Hrauntungu 7. Aðkoma að Víðistaðaskóla er einnig frá Hraunbrún.
Í vikunni var verklokum og endursmíði Krýsuvíkurkirkju fagnað við hátíðlega athöfn í Tækniskólanum. Kirkjan verður flutt á grunn sinn í Krýsuvík síðar í sumar.
Forritarar framtíðarinnar hafa nú lokið úthlutun styrkja fyrir þetta ár og hlutu 29 grunnskólar styrki sem nema 9 milljónum króna. Skarðshlíðarskóli er einn þeirra skóla sem fékk styrk sem mun verða nýttur til kaupa á Lego WeDo með það að markmiði að kenna nemendum undirstöðuatriði í forritun og auka tæknilæsi þeirra.
Mánudaginn 29. júní er áætlað að halda hina árlegu dorgveiðikeppni á Flensborgarbryggju fyrir hafnfirsk börn fædd 2007-2012. Hefst keppnin um 13:30 og veiða krakkarnir til um 14:30.
Á sjálfan þjóðhátíðardaginn, miðvikudaginn 17. júní, var nýr ærslabelgur opnaður á Óla Run túni. Belgurinn er annar belgur sinnar tegundar í Hafnarfirði en sá fyrsti, ærslabelgur á Víðistaðatúni, var opnaður formlega í júní 2019.