FréttirSund-fixed

29. maí 2020 : Opnunartímar sundstaða um hvítasunnuhelgina

Sundlaugarnar í Hafnarfirði verða opnar um hvítasunnu.

Grasleppukarlasyningin

29. maí 2020 : Tvær nýjar sýningar opnaðar á afmælisdegi bæjarins

Sumaropnun hefst á Byggðasafni Hafnarfjarðar á 112 ára afmælisdegi bæjarins 1.júní með opnun á tveimur nýjum sýningum. Þemasýning um grásleppukarla opnar í Pakkhúsi og ný hernámssýning hefur verið sett upp á Strandstíg. Aðgangur að öllum söfnum Byggðasafns er ókeypis og eru öll fimm hús safnsins opin frá kl. 11-17 alla daga yfir sumartímann.

IMG_5136

28. maí 2020 : Sumarstörf fyrir námsmenn - opið fyrir umsóknir

Opið er fyrir umsóknir um ný sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri sem eru á milli námsanna. Sumarstörfin eru fjölbreytt og skemmtileg, s.s. á sviði umhverfis- og framkvæmdamála, upplýsingatækni, fræðslumála, fjölskyldumála, menningarmála og heilsueflandi samfélags. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 1. júní. 

BlindrafelagidSamningur

28. maí 2020 : Samið um ferðaþjónustu fyrir lögblinda Hafnfirðinga

Hafnarfjarðarbær og Blindrafélagið hafa gert með sér þjónustusamning sem felur í sér að Blindrafélagið taki að sér að reka ferðaþjónustu fyrir íbúa Hafnarfjarðar. Með þessum samningi stígur Hafnarfjarðarbær stórt skref í þjónustu við lögblinda íbúa bæjarins.

101560063_2517273445249677_5273214696881651712_n

28. maí 2020 : 14 tonn af garðaúrgangi skiluðu sér í gáma við grunnskólana

Íbúar í Hafnarfirði voru duglegir að nýta sér þá þjónustu að geta farið með garðaúrganginn í sérstaka gáma við grunnskólana um liðna helgi. Talið er að hátt í 14 tonn af úrgangi hafi skilað sér í gámana. Íbúar sem enn eru með poka við lóðarmörkin og hafa verið síðustu vikur eru hvattir til að koma pokunum beint á Sorpu.

Fulltrúar ungmennaráðs kynntu tillögur sínar fyrir bæjarstjórn

28. maí 2020 : Þrettán tillögur frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar

Ungmennaráð Hafnarfjarðar lagði tólf tillögur fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar á fundi bæjarstjórnar í gær sem taka til málefna sem viðkemur unga fólkinu okkar á einn eða annan hátt; skólastarfs, tómstundastarfs og skipulags á nánasta umhverfi. Bæjarstjórn tók jákvætt í allar tillögur Ungmennaráðs og samþykkti samhljóða að vísa þeim til umræða og afgreiðslu í viðeigandi ráðum.

Tonlistarskoli2020

28. maí 2020 : Allir skólar Hafnarfjarðar fá viðurkenningu fræðsluráðs

Viðurkenning fræðsluráðs Hafnarfjarðar er veitt á hverju ári fyrir verkefni í skólastarfi sem ýta undir skólaþróun, fagsamvinnu og samstarf. Í ár var ákveðið að veita öllum skólum í Hafnarfirði, leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla, viðurkenningu fyrir það stóra verkefni að halda uppi öflugu og skapandi skólastarfi á óvissutímum, fyrir að standa í framlínunni og sinna starfi sínu af mikilli alúð og öryggi.

IMG_1617

27. maí 2020 : Stóra upplestrarkeppnin 2020 - fyrsta hátíðin í kjölfar Covid19

Það þótti viðeigandi að fyrsta hátíðin í Hafnarfirði í kjölfar Covid19 væri lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem allajafna er haldin í Hafnarborg í mars ár hvert. Hátíðin var einungis opin upplesurum og aðstandendum auk annarra þeirra sem hlutverk höfðu á hátíðinni. 

MyndmenntHvaleyri7

27. maí 2020 : Neðansjávarsýn nemenda í Öldutúnsskóla

Nemendur í myndmenntavali í Öldutúnsskóla enduðu valáfangann á lokaverkefni við undirgöngin við Suðurbæjarlaug. Verkefnið unnu þau út frá hugmyndum um náttúruna og listina. Hvað er list og fyrir hvern er listin sem sköpuð er og hvað er verið að segja með listsköpuninni? 

IngibjorgEinarsdottir

26. maí 2020 : Allt þetta hófst í Hafnarfirði. Stóra upplestrarkeppnin!

Ingibjörg Einarsdóttir er upphafsmaður Stóru upplestrarkeppninnar og hefur fylgt þessu merka framtaki allt frá upphafi en saga keppninnar spannar alls 24 ár. Ingibjörg situr í framsæti Vitans, hlaðvarpi Hafnarfjarðarbæjar, að þessu sinni. Í viðtalinu heyrum við um bakgrunn Ingibjargar sem hefur alla tíð búið í Reykjavík en tengst Hafnarfirði sterkum böndum í starfi. Frá sjö ára aldri var hún staðráðin í því að verða kennari en alls kenndi hún í 25 ár. Síðar varð Hafnarfjarðarbær starfsvettvangur Ingibjargar þar sem hún starfaði á skólaskrifstofu í 20 ár eða frá 1996.

Barnamenningarhatid_hopur

25. maí 2020 : Barnamenning blómstrar - 42 verkefni hljóta styrk

Tvö verkefni tengd Hafnarfjarðarbæ hljóta styrk. Úthlutun Barnamenningarsjóðs Íslands fór fram í gær og hlutu 42 verkefni styrk úr sjóðnum í ár. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífinu. Hafnarfjarðarbær fékk styrk í verkefnið Bæjarstjórn unga fólksins, hlutverkaleik. Annað verkefni, FLY – Ísland 2, sem tengist þremur grunnskólum í sveitarfélaginu, hlaut einnig styrk.

Síða 1 af 4