FréttirIMG_4294

30. apr. 2020 : Starf velferðarþjónustu frá 4. maí - varfær opnun

Í ljósi tilslakana frá og með 4. maí mun sveitarfélagið taka örugg og varfærin skref í átt að opnun velferðarþjónustu sveitarfélagsins á nýjan leik. Hér má finna upplýsingar um þær breytingar sem verða á þjónustu við fatlað fólk og eldri borgara í þessum fyrsta fasa tilslakana á samkomubanni. 

Hfj-19-07-09-16943

30. apr. 2020 : Starf í leikskólum frá 4. maí

<<English below>> Pre-school activities as of 4 May. Mánudaginn 4. maí hefst venjubundið leikskólastarf í leikskólum Hafnarfjarðar að nýju, líkt og fyrir samkomubann. Þá mæta öll börn í sinn leikskóla á hefðbundnum vistunartíma.

30. apr. 2020 : Starf í grunnskólum frá 4. maí

<<English below>> School activities as of 4 May. Mánudaginn 4. maí nk. hefst skólastarf í grunnskólum Hafnarfjarðar samkvæmt stundatöflunni sem gilti áður en skólastarf var skert í samkomubanni. Stundataflan nær líka til íþrótta- og sundkennslu sem mögulega getur samt eitthvað breyst í einstaka skólum og tekin upp útikennsla út líkt og gjarnan gerist á vorin.

29. apr. 2020 : Umsóknarfrestur rennur út 4. maí - lóðir í Hamranesi

Sex lóðir í Hamranesi í Hafnarfirði ætlaðar lögaðilum eru lausar til úthlutunar. Umsóknir skulu berast fyrir kl. 12 mánudaginn 4. maí 2020. Sótt er um rafrænt á Mínum síðum.

RannveigEinarsdottirApril2020

28. apr. 2020 : Órofin velferðarþjónusta mikilvæg

Á tímum Covid19 og samkomubanns reynir á nærþjónustu við íbúa sem eru í höndum sveitarfélaga og á þjónustu við eldri borgara, fatlað fólk og barnavernd svo eitthvað sé nefnt. Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðar, segir miklu máli skipta að halda þjónustunni órofinni eins og kostur er.

HafnarfjordurAslandid

28. apr. 2020 : Breyting á fyrirkomulagi hreinsunardaga 2020

Sú breyting verður á hreinsunardögunum í ár að settir verða upp gámar fyrir garðúrgang við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Gámarnir verða við skólana frá miðvikudeginum 20. maí til miðnættis laugardaginn 23. maí. Íbúar í Hafnarfirði eru hvattir til að nýta sér þjónustuna eða koma pokunum beint á Sorpu.

27. apr. 2020 : Bæjarstjórnarfundur 29. apríl

Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verður haldinn á fjarfundi, 29. apríl 2020 og hefst kl. 14:00

StellaBKristinsdottir

27. apr. 2020 : Fjöldi rafrænna viðburða fyrir ungmenni

Samkomubanninu fylgja miklar áskoranir fyrir starfsemi félagsmiðstöðva og voru ný viðmið sett um hvernig mætti haga starfinu. Stella Björg Kristinsdóttir, fagstjóri frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ segir starfsfólk félagsmiðstöðva hafa sýnt fram á ótrúlegt hugmyndaflug í lausnum fyrir unga fólkið í bænum og eigi mikið hrós skilið.

LitlaKaffihusid2020

27. apr. 2020 : Lítið og öðruvísi kaffihús opnað í samkomubanni

Um nokkurra vikna skeið hefur hefðbundið félagsstarf fyrir fatlað fólk og vinnu- og virkniúrræði fyrir sama hóp legið niðri. Lágmarksþjónustu hefur verið haldið úti fyrir þá sem eru heilsuhraustir en aðrir, þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, verið meira og minna heima við til að gæta fyllsta öryggis og varúðar. Starfsfólk sveitarfélagsins hefur reynt að brjóta upp hversdaginn með skapandi og skemmtilegum leiðum og nú síðast með því að opna „Litla kaffiHúsið“.

IMG_4287

24. apr. 2020 : Biggi lögga og ánægjulegur árangur Þorpsins

Birgir Örn Guðjónsson er fyrsti viðmælandi Vitans sem er ekki starfsmaður hjá Hafnarfjarðarbæ en vinnur þó í Ráðhúsi bæjarins í áhugaverðu tilraunaverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Hafnarfjarðarbæjar sem kallast Þorpið. 

Breytingar4Mai

24. apr. 2020 : Breytingar á takmörkunum frá 4. maí 2020

<<English below>> Restrictions to be gradually lifted starting 4 May. Fjöldamörk samkomubanns hækka úr 20 í 50 manns 4. maí næstkomandi. Þá falla alveg niður takmarkanir á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum og einnig fjöldatakmarkanir við íþróttaiðkun og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólaaldri.

Síða 1 af 4