Fréttir
19. mar. 2020 : Vallaræsi

Útboð

RosaGudbjartsdottirMars2020_1584616891034

19. mar. 2020 : Verðum sterkara og samræmdara samfélag

Í fyrsta sinn í Íslandssögunni var sett á samkomubann sem hefur víðtæk áhrif á samfélagið. Í stórum verkefnum sem slíkum reynir á neyðarstjórnir sveitarfélaganna sem starfa út frá áætlun sem unnin er í samræmi við stigskiptingu og tilmæli almannavarna. Neyðarstjórn Hafnarfjarðar fundar um þessar mundir daglega og er skipuð sviðsstjórum og lykilstjórnendum bæjarfélagsins.

Bokasafn

18. mar. 2020 : Söfn bæjarins eru opin en viðburðum frestað

Söfn Hafnarfjarðarbæjar, Bókasafn, Byggðasafn og Hafnarborg halda óbreyttum opnunartíma þrátt fyrir samkomubann en boðuðum viðburðum verður aflýst eða frestað, svo sem leiðsögnum, listsmiðjum og málþingum, á meðan samkomubannið er í gildi. Á söfnum hafa gestir tækifæri til að hafa hæfilega fjarlægð sín á milli.

Hersir-Gislason_1583845777166

17. mar. 2020 : Tímabundin lokun um Strandgötu sunnan Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 19. mars frá kl. 9:30-16 mun verktaki loka fyrir umferð um Strandgötu sunnan Reykjanesbrautar vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. Hjáleiðir fyrir akandi vegfarendur eru um Krýsuvíkurgatnamót og Kaldárselsveg en opið er fyrir gangandi vegfarendur.

FraHafnarfirdi

17. mar. 2020 : Styrkir vegna hljóðvistar 2020

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna viðgerða og framkvæmda á gluggum húsa við umferðarþungar götur. Sótt er um á Mínum síðum og er umsóknarfrestur til 1. maí 2020.  

17. mar. 2020 : Kynningarfundur í beinu streymi á vef og Facebook

Kynningarfundur skipulagslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013–2025 Reitur ÍB2, Hraun-vestur (Gjótur) verður haldinnn fimmtudaginn 19. mars 2020 kl. 17:00 – 18:00 og verður streymt á vefinn.

Sund-fixed

16. mar. 2020 : Sundlaugar í Hafnarfirði verða opnar í samkomubanni

Sundlaugar í Hafnarfirði verða opnar í samkomubanni. Gufuböð verða lokuð sem og gufubaðsklefar en rennibrautir og pottar verða opnir og er þeim tilmælum beint til gesta að virða tveggja metra regluna sem nú er í gildi. Farið verður að tilmælum almannavarna um fjöldatakmarkanir en fækka þarf skápum sem eru í notkun vegna fjarlægðarreglna. Þá verður takmörkuð nýtingin á handklæðarekkum og sömuleiðis nýting á sturtum.

16. mar. 2020 : Bæjarstjórnarfundur 18. mars

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 18. mars. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.

15. mar. 2020 : Um starfsemi grunn- og leikskóla, íþrótta- og menningarmála

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa síðan á föstudag unnið að útfærslu á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa næstu vikna í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. Í ljósi þess að skólastarf verður með mismunandi hætti milli sveitarfélaga og innan sveitarfélaga eru íbúar á höfuðborgarsvæðinu beðnir um fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu á heimasíðum sveitarfélaganna og heimasíðum grunn- og leikskóla og þeirra stofnana sem við eiga.

15. mar. 2020 : Sameiginleg yfirlýsing vegna áhrifa COVID-19 á skólastarf

Íslenskt samfélag tekst nú á við miklar áskoranir vegna heimsfaraldurs COVID-19. Gripið hefur verið til aðgerða sem eiga sér engin fordæmi á lýðveldistímum sem meðal annars snúa að skólastarfi í landinu. Í framhaldi af fundi sóttvarnarlæknis, fulltrúa almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélags, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og Kennarasambands Íslands, laugardaginn 14. mars, kemur eftirfarandi yfirlýsing. 

14. mar. 2020 : Starfsstöðvar hafa virkjað sínar viðbragðsáætlanir

Hafnarfjarðarbær hefur hækkað viðbúnaðarstig sveitarfélagsins til samræmis við neyðarstig almannavarna vegna smita á COVID-19 veirunni. Þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni hafi fært stig almannavarna af hættustigi yfir á neyðarstig þá miðast viðbragðsáætlanir sveitarfélagsins við að halda úti skólastarfi með skerðingu og tryggja þá starfsemi og þjónustu sem þarf að haldast órofin á öllum stigum.   

Síða 3 af 5