FréttirBarnavernd2

31. mar. 2020 : Við erum ÖLL barnavernd. Leyfum okkur að vera forvitin

Barnavernd er dæmi um þjónustu sveitarfélagsins sem þarf að haldast órofin á öllum viðbúnaðarstigum almannavarna. Barnavernd er samstarfsverkefni allra þeirra sem vinna með börnum og hins almenna borgara sem oft á tíðum er í betri aðstöðu til að fylgjast með aðstæðum barna og tilkynna til barnaverndar ef það er eitthvað í umhverfi eða umgjörð barna sem vekur athygli eða spurningar.  

31. mar. 2020 : Frestun fasteignagjalda á íbúða- og atvinnuhúsnæði

Sveitarfélögin Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes munu leggja fram tillögu, í bæjarráðum eða bæjarstjórnum sveitarfélaganna í vikunni, um frestun fasteignaskatta og fasteignagjalda á eigendur íbúða- og atvinnuhúsnæðis.

Image00008

31. mar. 2020 : Samtal um skipulag Vesturbæjar - seinni fundur

Hafnarfjarðarbær býður til samráðsfunda vegna skipulagsvinnu er snýr að Vesturbæ Hafnarfjarðar og Verndarsvæðis í byggð. Seinni fundinum verður streymt á vef og Facebook síðu Hafnarfjarðarbæjar þriðjudaginn 31. mars næstkomandi frá kl. 17:00 - 18:30.

30. mar. 2020 : Bæjarstjórnarfundur 1. apríl

Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verður haldinn á fjarfundi, 1. apríl 2020 og hefst kl. 14:00

Sottvarnarbrot

30. mar. 2020 : Sektir fyrir brot gegn sóttvarnalögum

Vegna ákvörðunar heilbrigðisráðherra um opinberar sóttvarnaráðstafanir í samræmi við sóttvarnalög nr. 19/1997, sem eru viðbrögð við COVID-19 heimsfaraldrinum, hefur ríkissaksóknari sent öllum lögreglustjórum á landinu fyrirmæli vegna brota á reglum.

Norðurbakki um vetur

27. mar. 2020 : Hafnfirðingar duglegir að hreyfa sig í samkomubanni

Fjöldi þeirra sem hafa farið gangandi og hjólandi um Strandstíginn í mars er nú þegar meiri en allan marsmánuð í fyrra.

Hafnarborg-jolakortamynd

27. mar. 2020 : Styrkúthlutanir myndlistar- og safnasjóðs 2020

Tilkynntar hafa verið styrkúthlutanir myndlistar- og safnasjóðs fyrir árið 2020. Hafnarborg fagnar og þakkar fyrir þá styrki sem veittir eru til verkefna safnsins. Úr safnasjóði hlaut Hafnarborg styrk til tveggja verkefna.

27. mar. 2020 : Covid19. Upplýsingar. Information. Informacje

Important information about the municipality´s services during Covid19. Ważne informacje o wpływie Covid 19 na usługi gminy. Hafnarfjarðarbær hefur sett í loftið upplýsingasíðu um áhrif Covid19 á þjónustu sveitarfélagsins ásamt því að birta þar yfirlit yfir allar fréttir á vefnum sem tengjast Covid19. 

26. mar. 2020 : Oddrúnarbær – frábært tækifæri í Hellisgerði

Hafnarfjarðarbær óskar eftir rekstraraðila að Oddubæ í bæjargarði Hafnfirðinga í Hellisgerði sem er um 20 fermetrar að stærð og byggt árið 1905.

Samstarf

26. mar. 2020 : Sameiginleg bakvarðasveit velferðarþjónustu

Í ljósi atburða síðustu daga og vikna er varðar heimsfaraldur Covid-19 og með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum frá landlækni gæti útbreiðsla veirunnar orðið til þess að valda erfiðleikum í veitingu þjónustu og skapað skyndilegt álag á vissum svæðum. Mikilvægt er að allir aðilar sem hafi með höndum þjónustu og ráðgjöf við einstaklinga séu með áætlun um aðgerðir til að lágmarka smit á milli fólks en einnig til þess að lágmarka rof í þjónustu og þá sérstaklega þjónustu við viðkvæmustu hópa samfélagsins.

VefHFJ

25. mar. 2020 : Hvað finnst þér um vefinn okkar?

Nemendur í vefmiðlun í Háskóla Íslands eru að vinna að verkefni sem felst í greiningu á vef Hafnarfjarðarbæjar. Í loftinu er netkönnun þar sem kallað er eftir viðhorfum við vefsins og upplýsingum um notkun. 

Síða 1 af 5