FréttirAlmannavarnir

28. feb. 2020 : Almenn ráð við Covid19 veirunni

Kæru íbúar og vinir Hafnarfjarðar - hér eru mikilvægar upplýsingar um hvernig forðast eigi smit við Covid19 veirunni og hvað eigi að gera ef grunur vaknar um smit.

Við minnum íbúa á að moka frá sorpgeymslum sínum til að greiða leið sorphirðufólks að gráu og bláu tunnunum

28. feb. 2020 : Mokum frá sorpgeymslum

Það snjóar og það snjóar....við minnum íbúa á að moka frá sorpgeymslum sínum til að greiða leið sorphirðufólks að gráu og bláu tunnunum þannig að hægt sé að tryggja að þær séu tæmdar á réttum tíma. Fyrirfram takk fyrir skjót viðbrögð! 

Hersir-Gislason_1580745695178

28. feb. 2020 : Stuttar lokanir og truflun á umferð um Reykjanesbraut

Ef veður leyfir er áætlað að flytja tvær göngubrýr fyrir framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar á rétta staði um helgina. Flutningur mun eiga sér stað föstudagskvöld og laugardagskvöld og hefjast kl. 21 bæði kvöldin. Flutningur mun hafa áhrif á umferð, lokað verður fyrir umferð bæði kvöldin í 15 mínútur án hjáleiðar og áfram til kl. 02:00 með hjáleið um Ásbraut. 

IMG_1043

28. feb. 2020 : Menntaleiðtogar Hafnarfjarðar hittast

Vinna við gerð menntastefnu Hafnarfjarðar er í fullum gangi og var annar fundur með menntaleiðtogum Hafnarfjarðar haldinn í vikunni. Þar voru m.a. ræddar tillögur að lykilþáttum sem bera menntastefnuna uppi.

AsvallabrautAugl

28. feb. 2020 : Ásvallabraut - gatnagerð

Útboð

28. feb. 2020 : Engidalsskóli verður sjálfstæður grunnskóli – auglýst eftir skólastjóra

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti á fundi sínum þann 19. febrúar sl. samþykkt fræðsluráðs Hafnarfjarðar frá fundi ráðsins þann 12. febrúar sl. um að gera Engidalsskóla að sjálfstæðum grunnskóla frá og með haustinu 2020. Sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs hefur verið falið að vinna með starfsfólki skólans í breytingarferlinu og auglýsa nýja stöðu skólastjóra við skólann.

HafroBryggja

27. feb. 2020 : Skipi Hafró siglt að Háabakka í fyrsta sinn

Árna Friðrikssyni RE 200, einu af rannsóknarskipum Hafrannsóknarstofnunar, var siglt að Háabakka við Fornubúðir fyrr dag. Um var að ræða tilraun með að leggjast að hafnarbakkanum, áður en full starfsemi Hafrannsóknarstofnunar hefst í vor.

Vesturgata8

26. feb. 2020 : Viðskiptahugmynd fyrir hús í hjarta Hafnarfjarðar?

Hafnarfjarðarbær auglýsir Vesturgötu 8 til leigu. Áhersla er lögð á að starfsemi í húsinu styrki miðbæ Hafnarfjarðar og auki enn frekar aðdráttarafl hans. Húsið er staðsett við torg Byggðasafns Hafnarfjarðar og býður staðsetning upp á mikla möguleika.

Oskudagurinn1

25. feb. 2020 : Gleðilegan öskudag!

Það hefur verið góður og gleðilegur siður að halda öskudaginn hátíðlegan í Hafnarfirði enda fátt skemmtilegra en að klæða sig upp í alls konar búninga og skemmta sér. Hafnfirskir skólar útfæra sína dagskrá.

Almennthreinlaeti

25. feb. 2020 : Ráðleggingar vegna ferðalaga til Norður-Ítalíu og Tenerife

Staðfestum tilfellum COVID-19 kórónaveirunnar utan Kína hefur fjölgað undanfarna daga. Þar á meðal í Evrópu þar sem tilfelli á Norður-Ítalíu nálgast á þriðja hundrað. Grunur leikur á að eitt tilfelli hafi komið upp á Tenerife á Spáni en endanleg staðfesting á því liggur ekki fyrir. Sóttvarnalæknir varar við ástæðulausum ferðalögum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu en engar ferðaviðvaranir eru í gildi á Tenerife.

Skipulag

25. feb. 2020 : Hraun-vestur, reitur ÍB2

Skipulagslýsing

Síða 1 af 5