Fréttir
ForsendurBreyttarReykjanesbraut

22. jan. 2020 : Yfirlýsing samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna Reykjanesbrautar

Í nýrri frumdragaskýrslu Vegagerðarinnar og Mannvits er komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast sé að breikka Reykjanesbraut, frá gatnamótum við Krýsuvík að Hvassahrauni, í núverandi vegstæði. Sú leið einfaldi fyrri útfærslur en kalli jafnframt á breytt aðalskipulag. 

Sund-fixed

21. jan. 2020 : Öll börn og ungmenni yngri en 18 ára synda frítt í Hafnarfirði

Í árslok 2018 kom upp sú hugmynd hafa frítt í sund fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára sem lið í heilsueflingu samfélagsins. Hugmyndin skilaði sér í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2020 og frá og með áramótum hafa öll börn og ungmenni yngri en 18 ára nýtt sér sundlaugar bæjarins sér að kostnaðarlausu.

StarfMarkadsstofaHafnarfjardar

20. jan. 2020 : Starf framkvæmdastjóra Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Markaðsstofa Hafnarfjarðar leitar eftir öflugum starfsmanni í spennandi starf framkvæmdarstjóra stofunnar. Um er að ræða 50% starf.

HafnarfjordurFallegur

20. jan. 2020 : Bæjarstjórnarfundur 22. janúar

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 22. janúar. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.

 

Gulvidvorun2020

18. jan. 2020 : Gul veðurviðvörun með mikilli rigningu

Vakin er athygli á slæmu veðurútliti, en í kvöld og nótt (aðfaranótt sunnudags) er spáð suðaustan hvassviðri eða stormi á höfuðborgarsvæðinu með talsverðri rigningu og hlýnandi veðri. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. 

Hafnarfjardarkirkja

18. jan. 2020 : Samveru- og bænastund í Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 16

Vegna slyssins við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði í gærkvöldi verður samveru- og bænastund í Hafnarfjarðarkirkju í dag, 18. janúar klukkan 16:00. Prestar Ástjarnarkirkju, Hafnarfjarðarkirkju og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verða á staðnum ásamt áfallateymi Rauða krossins á Íslandi.

Frikirkjan

18. jan. 2020 : Opið hús í Fríkirkju Hafnarfjarðar frá kl. 01:30 aðfaranótt 18. janúar

Mjög alvarlegt slys varð í Hafnarfirði á tíunda tímanum í kvöld þegar bifreið fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. Ákveðið hefur verið að opna Fríkirkjuna í Hafnarfirði fyrir þá sem það vilja kl. 01.30 nú aðfaranótt laugardagsins 18. janúar. allir velkomnir.   

GeirBjarnason

17. jan. 2020 : Heillaður af starfi félagsmiðstöðva og eflingu ungmenna

Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, er gestur Vitans að þessu sinni. Í þessum þætti ræðir Geir líf sitt hjá bænum og með bænum síðustu áratugina en hann hefur starfað hjá sveitarfélaginu í rúm þrjátíu ár. 

InnritunGrunnskoli2020

17. jan. 2020 : Innritun í grunnskóla|Enrolment in primary school

English below. Opnað hefur verið fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla í Hafnarfirði haustið 2020. Opið er fyrir innritun til 1. febrúar nk. Enrolment for children in Hafnarfjörður who will be attending 1st grade in primary school in autumn 2020 has begun and will be open to 1 February.

15. jan. 2020 : Styrkir til menningarstarfsemi - Grants for events and cultural projects - Dotacje do wydarzeń i projektów kulturalnych

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði

IMG_0595_1579095400290

15. jan. 2020 : Fasteignagjöld 2020 - álagningarseðlar aðgengilegir

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2020 eru nú aðgengilegir á MÍNUM SÍÐUM á hafnarfjordur.is og á island.is. Á álagningarseðlunum koma fram fjárhæðir fasteignaskatts, lóðarleigu, vatns-, fráveitu- og sorphirðugjalds. Einnig kemur fram fasteignamat og upplýsingar um eigendur og greiðendur gjaldanna.

Síða 2 af 4