Fréttir
27. mar. 2020 : Covid19. Upplýsingar. Information. Informacje

Important information about the municipality´s services during Covid19. Ważne informacje o wpływie Covid 19 na usługi gminy. Hafnarfjarðarbær hefur sett í loftið upplýsingasíðu um áhrif Covid19 á þjónustu sveitarfélagsins ásamt því að birta þar yfirlit yfir allar fréttir á vefnum sem tengjast Covid19. 

AfhendingPaskagladnings2020

2. apr. 2020 : Gjafabréf á góða skemmtun í hjarta Hafnarfjarðar

Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar hefur síðustu daga og vikur lagst á eitt í því mikilvæga verkefni að halda úti þjónustu sveitarfélagsins sem verður að haldast órofin á öllum viðbúnaðarstigum almannavarna. Í ljósi alls var ákveðið að gleðja allt starfsfólk sveitarfélagsins með gjafabréfi á góða skemmtun í hjarta Hafnarfjarðar þegar yfir lýkur.

Ráðhús Hafnarfjarðar og bæjarbíó

1. apr. 2020 : Aðgerðir Hafnarfjarðarbæjar vegna Covid19 samþykktar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti einróma í dag aðgerðaáætlun til þess að bregðast við afleiðingum COVID-19 faraldursins. Áætlunin er í 11 liðum þar sem heilsa og velferð íbúa og starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar er sett í forgang, samhliða því sem brugðist er við efnahagslegum áhrifum faraldursins á íbúa, félög og fyrirtæki, auk sveitarfélagsins sjálfs.

Covid19_2020

1. apr. 2020 : Covid19 - hvað má og hvað ekki?

Á þessu upplýsingaspjaldi eru skýrar myndrænar leiðbeiningar um hvað má og má ekki gera meðan Covid19 faraldurinn gengur yfir. Það er afar mikilvægt að allir séu með reglurnar á hreinu og fari eftir þeim til fækka smitum. Þarna er sett fram með einföldum hætti hvað má gera eftir því hvaða hópi viðkomandi tilheyrir. 

Barnavernd2

31. mar. 2020 : Við erum ÖLL barnavernd. Leyfum okkur að vera forvitin

Barnavernd er dæmi um þjónustu sveitarfélagsins sem þarf að haldast órofin á öllum viðbúnaðarstigum almannavarna. Barnavernd er samstarfsverkefni allra þeirra sem vinna með börnum og hins almenna borgara sem oft á tíðum er í betri aðstöðu til að fylgjast með aðstæðum barna og tilkynna til barnaverndar ef það er eitthvað í umhverfi eða umgjörð barna sem vekur athygli eða spurningar.  

31. mar. 2020 : Frestun fasteignagjalda á íbúða- og atvinnuhúsnæði

Sveitarfélögin Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes munu leggja fram tillögu, í bæjarráðum eða bæjarstjórnum sveitarfélaganna í vikunni, um frestun fasteignaskatta og fasteignagjalda á eigendur íbúða- og atvinnuhúsnæðis.

Image00008

31. mar. 2020 : Samtal um skipulag Vesturbæjar - seinni fundur

Hafnarfjarðarbær býður til samráðsfunda vegna skipulagsvinnu er snýr að Vesturbæ Hafnarfjarðar og Verndarsvæðis í byggð. Seinni fundinum verður streymt á vef og Facebook síðu Hafnarfjarðarbæjar þriðjudaginn 31. mars næstkomandi frá kl. 17:00 - 18:30.

30. mar. 2020 : Bæjarstjórnarfundur 1. apríl

Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verður haldinn á fjarfundi, 1. apríl 2020 og hefst kl. 14:00

Sottvarnarbrot

30. mar. 2020 : Sektir fyrir brot gegn sóttvarnalögum

Vegna ákvörðunar heilbrigðisráðherra um opinberar sóttvarnaráðstafanir í samræmi við sóttvarnalög nr. 19/1997, sem eru viðbrögð við COVID-19 heimsfaraldrinum, hefur ríkissaksóknari sent öllum lögreglustjórum á landinu fyrirmæli vegna brota á reglum.

Norðurbakki um vetur

27. mar. 2020 : Hafnfirðingar duglegir að hreyfa sig í samkomubanni

Fjöldi þeirra sem hafa farið gangandi og hjólandi um Strandstíginn í mars er nú þegar meiri en allan marsmánuð í fyrra.

Hafnarborg-jolakortamynd

27. mar. 2020 : Styrkúthlutanir myndlistar- og safnasjóðs 2020

Tilkynntar hafa verið styrkúthlutanir myndlistar- og safnasjóðs fyrir árið 2020. Hafnarborg fagnar og þakkar fyrir þá styrki sem veittir eru til verkefna safnsins. Úr safnasjóði hlaut Hafnarborg styrk til tveggja verkefna.

Síða 1 af 14