Fréttir
67174116_1048470135360385_2752055961983123456_o

3. júl. 2020 : Sameiginlegur plokkdagur vinnuskólanna

Þann 7. júlí mun Vinnuskóli Hafnarfjarðar halda í samstarfi við Vinnuskóla Kópavogs sameiginlegan plokkdag. Markmiðið er að skila bæjunum fallegum og hreinum.

BerglindGudmundsdottir_1593600536371

3. júl. 2020 : Snyrtileikinn mikil hvatning

Hjá Hafnarfjarðarbæ stendur nú yfir árleg leit eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð garða, gatna, opinna svæða og lóða í Hafnarfirði. Veittar eru viðurkenningar fyrir fallegasta garðinn, fallegustu götuna og snyrtilegustu stofnanalóðina eða atvinnusvæðið.

Á ferdalag.is er hægt að sjá hvaða fyrirtæki í Hafnarfirði taka á móti Ferðagjöfinni

1. júl. 2020 : Ferðagjöf til þín

Allir einstaklingar 18 ára og eldri hafa fengið Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr. frá stjórnvöldum. Á ferdalag.is er hægt að sjá hvaða fyrirtæki taka á móti Ferðagjöfinni.

1. júl. 2020 : Umsóknir um menningarstyrki

Styrkir til verkefna, viðburða og samstarfs. 

1. júl. 2020 : Leiðbeiningar um heimsóknir vegna Covid19

Til að gæta fyllsta öryggis og í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp vegna innanlandssmita og mögulegrar hópsýkingar á höfuðborgarsvæðinu hefur Hafnarfjarðarbær ákveðið að gefa út tilmæli um heimsóknir í þjónustuíbúðir fyrir aldraða, á hjúkrunarheimili og búsetukjarna fyrir fatlað fólk gagngert til að vernda okkar viðkvæmustu hópa.

RafraenBirting-skjala

1. júl. 2020 : Rafræn birting greiðsluseðla – nýtt fyrirkomulag

Allir greiðsluseðlar frá Hafnarfjarðarbæ verða frá og með 1. ágúst nk. eingöngu birtir rafrænt. Seðlarnir verða aðgengilegir undir netyfirliti/rafrænum skjölum í netbanka. Samhliða birtingu seðlanna stofnast krafa í netbanka.

RoloSumar2020

30. jún. 2020 : Gæsluvöllur í Staðarhvammi opinn frá 8. júlí - 5. ágúst

Í sumar er starfræktur gæsluvöllur/róló við leikskólann Hvamm að Staðarhvammi 23. Gæsluvöllurinn er fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára (fædd 2014-2018).

Dorg_-11

29. jún. 2020 : Furðulegir fiskar á Flensborgarhöfn

Um 300 hafnfirsk dorgveiðibörn á aldrinum 6-12 ára munduðu veiðarfærin á Flensborgarhöfn í blíðviðrinu í dag og kepptust þar um að veiða furðulegasta fiskinn, stærsta fiskinn og flestu fiskana. Einn og sami fiskurinn reyndist bæði furðulegastur og stærstur. Vinningshafar fengu veiðistöng og bikar að gjöf fyrir aflann og árangurinn.

IMG_2774

29. jún. 2020 : Hafnarfjarðarbær fær grænar greinar Orkusölunnar

Orkusalan kom færandi hendi á dögunum og afhenti Hafnarfjarðarbæ grænar greinar Orkusölunnar en verkefnið er fyrst og fremst hugsað til skemmtunar og vitundarvakningar. Væntanlegir íbúar á nýjum búsetukjarna í Hafnarfirði tóku á móti trjánum sem gróðursett verða á lóð kjarnans þegar framkvæmdum við uppbyggingu og frágang lýkur.

GraenfaniVinnuskoliHafnarfjardar2020

26. jún. 2020 : Vinnuskólinn fær Grænfánann í þriðja sinn

Vinnuskóli Hafnarfjarðar hlaut viðurkenningu í þriðja sinn sem skóli á grænni grein og fékk Grænfánann afhentan við hátíðlega athöfn fyrir framúrskarandi árangur í umhverfismálum

Mynd1thakklaeti

26. jún. 2020 : Þakklætisvottur frá bæjarlistamanni

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2020, Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur, kom færandi hendi á fund leikskólastjóra á dögunum og færði öllum deildum leikskóla Hafnarfjarðar bókagjöf, samtals 170 bækur. 

Síða 1 af 25