Fréttir
KristrunSigurjonsdottir

21. feb. 2020 : Hafnfirsk hugsjónamanneskja í ráðgefandi hlutverki

Kristrún Sigurjónsdóttir er listakokkur og stundar sína hugleiðslu við bakstur og eldamennsku sem vinir og ættingjar sækja í. Hún er með nám á meistarastigi í fjölmenningu, hnattrænum tengslum og fólksflutningum og starfar sem kennsluráðgjafi hjá Hafnarfjarðarbæ þar sem hún sinnir ráðgefandi hlutverki á sviði fjölmenningar í öflugu samstarfi við leik- og grunnskóla sveitarfélagsins og aðra hagsmunaaðila.

Ásvallalaug

21. feb. 2020 : Barnalaugar í Ásvallalaug lokaðar fram yfir helgi

Vakin er sérstök athygli á því að 16 m kennslulaug, vaðlaug og rennibraut í Ásvallalaug eru lokaðar frá þriðjudeginum 18. febrúar til og með mánudeginum 24. febrúar vegna viðhaldsframkvæmda og lagfæringa.

Jon1

21. feb. 2020 : Jón Jónsson spjallar um heilbrigðan lífstíl 10. árið í röð

Þessa dagana heimsækir hafnfirski tónlistarmaðurinn og fyrrum knattspyrnumaðurinn Jón Jónsson alla nemendur í 8. bekkjum grunnskólanna í Hafnarfirði – tíunda árið í röð og spjallar við þá um heilbrigðan lífstíl. 

Abendingalina

21. feb. 2020 : Ábendingalína Barnaheilla til hjálpar börnum

Nýverið var ný tilkynningasíða Ábendingalínunnar opnuð. Allir þeir sem starfa með og fyrir börn, eru beðnir um að kynna Ábendingalínuna fyrir börnum í sínu umhverfi. Jafnframt vonast Barnaheill eftir því að allt samfélagið nýti Ábendingalínuna til að tilkynna um ofbeldi, tælingu, áreitni eða hvaðeina annað sem er ólöglegt eða óviðeigandi á neti og varðar börn.

ForsendurBreyttarReykjanesbraut

21. feb. 2020 : Þrif á vinnustaðamerkingum á Reykjanesbraut

Í dag, föstudaginn 21. febrúar kl. 10 verður Reykjanesbraut lokað milli Strandgötubrúar og Krýsuvíkurgatnamóta vegna þrifa á vinnustaðamerkingum. Bent er á hjáleið um Ásbraut. Gera má ráð fyrir að lokunin standi yfir í klukkutíma.

HvatningaverdlaunMsh_1582192658632

20. feb. 2020 : Afhending hvatningaverðlauna MsH 2020

Hvatningaverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar fóru fram í Hafnarborg 18. febrúar 2020. VON mathús fékk Hvatningaverðlaun MsH og Fjarðarkaup, Lífsgæðasetur St. Jó og Þorgeir Haraldsson fengu viðurkenningar MsH. Leikarinn og fyrirlesarinn Bjartur Guðmundsson hitaði salinn upp með jákvæðni áður en sjálf viðurkenningin fór fram og er óhætt að segja að hann hafi slegið rækilega í gegn.

Hrauntunga5_1580469680061

20. feb. 2020 : Tilboðsfrestur í lóðina Hrauntungu 5 rennur út 24. febrúar

Þann 10. febrúar síðastliðinn var auglýst laus til tilboða lögaðila lóðin að Hrauntungu 5. Vakin er athygli á því að tilboðsfrestur rennur út mánudaginn 24. febrúar kl. 10. Á lóðinni er heimilt að byggja þrjú tveggja hæð íbúðarhús.

Skipulag

18. feb. 2020 : Hleinar að Langeyrarmölum, Brúsastaðir II

Deiliskipulagsbreyting

Sund-fixed

18. feb. 2020 : Frítt í sund í vetrarfríi

Vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar dagana 20. og 21. febrúar 2020. Frítt er í sund í Hafnarfirði þessa daga fyrir alla fjölskylduna. Vakin er athygli á því að kennslulaug og vaðlaug í Ásvallalaug eru lokaðar til og með föstudegi. 

IMG_8089

18. feb. 2020 : Hafnarfjörður er með hæstu frístundastyrkina

Hafnarfjörður er með hæstu frístundastyrkina árið 2020 eða 54.000 kr. á ári samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ á frístundastyrkjum hjá 16 sveitarfélögum landsins. Styrkurinn gildir fyrir börn á aldrinum 6-18 ára. 

17. feb. 2020 : Vetrarfrí febrúar 2020

20.-21. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Það er frítt í sund í vetrarfríinu og fjölbreytt dagskrá í menningarstofnunum bæjarins þessa daga.

Síða 1 af 7